Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 57
IÐUNN
Menning, sem deyr?
51
sögu voru til skamms tíma enn þá til sýnis. Nutu þeir
þá lítilla virðinga og gengu alment undir nafninu >kúa-
vagnar«.
t>að er ekki laust við, að nútíminn líti á þessi gömlu
*furðuvetk« með brosar.di meðaumkun. En er nokkuð
líklegra en að eftirtíminn líti á furðuverk nútímans, sem
við erum svo stolt af, með samskonar litilsvirðingu?
Það er jafnvel sumra mál, að slíkar vélrænar fram-
farir séu í raun og veru engar framfarir, því kröfurnar
vaxi hraðar en hægt sé að fullnægja þeim. Enn meiri
vafi leikur á því, hvort þær hafi í för með sér aukna
almenna velgengni, hvort þær geri lifið léttara fyrir
fjöldann. En vafasamast er það, hvort þær efli andlegan
broska, leysi mennina úr viðjum vana og hleypidóma og
Seri þá að frjálsari og fullkomnari verum. Gæti þetta
°rðið efni í sérstaka hugleiðingu.
Vitur maður og ágætur rithöfundur hefir eigi alls fyrir
löngu lagt fyrir samtíð sína nokkrar nærgöngular spurn-
'ngar. Hann spyr:
Hver eru skáldin, sem mest eru lesin, útskýrð og
urnrædd þann dag í dag, eftir að vélamenningin hefir
farið sigurför um heiminn? Er það ekki Shakespeare,
Moliére, Goethe, Holberg og fáeinir aðrir?
Til hverra tónsmiða er gripið, þegar mikið skal við
hafa? Er það ekki Mozart og Beethoven og Brahms
°3 nokkrir aðrir?
Hverjar eru byggingarnar, sem mest er dáðst að? Er
Það ekki enn í dag Akropolis og dómkirkjur mið-
aldanna?
Hverjar eru myndastytturnar, sem mest þykir til koma?
^efir nokkur listamaður nútímans skapað fullkomnara
verk en »Afrodite frá Melos«?
Hverjir eru málararnir, sem mest er talað um og