Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 58
52
Menning, sem deyr?
IÐUNN
borgaðir hæstu verði? Eru það ekki Hollendingarnir
gömlu og ítölsku meistararnir frá endurreisnartímabilinu?
Miðlungsmenskan á sér sannnefnda gullöld, þrátt fyrir
öll töfratæki nútímans, enda eru þau miðlungsmönnum
ætluð. Eins og hver einasti aulabárður geti ekki símað
— í austur og vestur og í allar aðrar stefnur átta-
vitans. —
Þegar öll kurl koma til grafar, höfum við kannske
ekki af svo miklu að státa. Að minsta kosti ekki nægi-
lega miklu til þess að vera »dónalega montnir*.
II.
í menningarlífinu er flóð og fjara. Þar er alt á hreyf-
ingu. Ein aldan rís, lyftir hvítbryddum kambi upp í sól
og dag, brotnar við bjarg og deyr. En að baly rís
önnur — og svo ný og ný.
Að baki nútíðarmenningunni er menning miðaldanna.
Miðaldirnar voru ekkert myrkurtóm. í sumra augum
eru þær jafnvel eitthvert dýrðlegasta og mest róman-
tíska tímabil sögunnar. Þeir, sem líta á þær þessum
augum, geta haft mikið til síns máls. Aðrir tala um
myrkur miðaldanna, sem grúfði þungt yfir þjóðunum —
myrkur kúgunar, hjátrúar og fáfræði. Einnig þeir geta
stutt það álit sitt með gildum rökum.
Eitt er víst: Tímabil þetta skóp fögur og ágæt lista-
verk. Dómkirkjurnar báru turna sína hærra mót himni
en menn höfðu áður árætt að byggja. Og utan og innan
voru þessar kirkjur skreyttar fegurstu listaverkum.
Það kann að virðast undarlegt, að þetta tímabil, sem
átti yfir að ráða svo ófullkomnum hjálpartækjum, borið
saman við nútímann, skyldi geta unnið þessi þrekvirki.
Kirkjan — heilög móðir og alvaldur kúgari í einni per-
sónu — fékk því framgengt. Kúgaður lýður vann verkið