Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 71
•ÐUNN
Flagarinn.
(Frank Wedekind.)
[Frank Wedekind (1864—1918), einn hinna merkilegustu og
■nest umþráttuðu rithöfunda í nútíðarbókmenfum Þjóðverja. Eink-
um kunnur fyrir leikrit sín.]
— Ég vil ekki neita því, að hægt sé að ná ástum
sérhverrar konu — án undantekningar. En auðvelt er
það ekki æfinlega. Og sjálfsagt er mest undir því komið,
að maður kunni réttu tökin á þeim.
Hinir félagarnir í kunningjahópnum voru nú teknir
að hlusta með athygli og eftirvæntingu.
— Það var 15. júní árið 18 . . — hélt sögumaður
áfram — að ég rakst inn til Matthildar móðursystur
minnar að kvöldlagi. Hún fræddi mig um það, að Mel-
anía dóttir hennar hefði komið heim frá Brússel deg-
inum áður. Við vorum búin að masa saman eitthvað
um fjórðung stundar, er Melanía kom inn til okkar.
Hún virtist ekki furða sig neitt á nærveru minni, en
léttur roði litaði kinnar hennar oq jók á yndisþokkann,
sem hvíldi yfir fasi hennar öllu. Ég tók undir eins eftir
því, að hún hafði tekið miklum líkamlegum þroska frá
því, er ég sá hana síðast. Hún var orðin grönn í mittið
og fagurlimuð — en mjaðmir hennar og hár, hvelfdur
barmurinn dró þó einkum að sér athygli mína. Ég segi
Ykkur satt, það var eitthvað hátignarlegt við hinar mjúku
Hnur í vaxtarlaginu. En hún var þóttafull í framkomu
og kuldalegt bros lék um varir henni, er hún rétti mér
litla og liðlega hönd sína í kveðju skyni. Svo tók hún
iðunn XIII 5