Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 75
ÍDUNN
Flagarinn.
69
til Ameríku með auðvirðilegum farandsala — sá ég, að
léftur skjálfti fór um líkama Melaníu. Og í augum henn-
ar þóttist ég sjá endurspeglun minna eigin sálarkvala
frá þessum löngu liðnu tímum. Eg fór að vona, að mér
hefði skjátlast í dómi mínum um tilfinningarleysi hennar.
— En nú kom fyrir atvik, sem ég hafði sízt af öllu
búist við. í æsingunni, sem frásögn mín hafði valdið,
hefir hún sennilega þrýst hnénu of fast að brúninni á
legubekknum, svo spennan á sokkabandinu hennar hefir
hrokkið upp — og sokkabandið datt niður á gólfið. Eg
tók það upp og rétti henni. — Nú varð stundarþögn.
Svo smeygði hún upp kjólnum, og án þess að sýna
nokkurn vott um feimni, þrátt fyrir nærveru rnína, spenti
hún á sig sokkabandið fyrir neðan hnéð. Hefði ég ekki
á því augnabliki verið að hugsa um æfisögu mína og
fyrstu unnustu, má guð vita hvað ég í barnaskap mín-
um mundi hafa tekið mér fyrir hendur. Og ég verð að
iáta, að þrátt fyrir alt tókst mér ekki til fulls að hafa
taumhald á tilfinningum mínum. Ég beygði mig niður
að dökku liðuðu hárinu hennar og andaði léttum kossi
á mjallhvítt ennið. En þá fann ég að hún bar hönd fyrir
höfuð og ýtti mér frá sér. I augum hennar las ég ótta
og angist. Henni lá við að hljóða; með erfiðismunum
Sat hún kæft skelfingarópið, sem brauzt fram að vörum
henni. Hvað var ég að gera? Ég greip báðum höndum
um höfuð mér og þaut út úr húsinu eins og vitlaus
maður.
Það er alt annað en auðvelt fyrir mig að lýsa með
köldu blóði þeim dögum, sem fóru á eftir þessum at-
burðum. En það er mér óhætt að segja, að kvalafyllra
sálarstríði hefi ég aldrei átt í um mína daga. Ég vildi
ekki ganga í gegnum það aftur, þótt alt höggletur
Aþenuborgar væri í boði. Ég var nú orðinn sannfærður