Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 77
IÐUNN Flagarinn. 71 eiga það á hættu að fara með mér og svo kannske reka sig á trédrumb. — Ég var örvita og eyðilagður maður. í þrjá daga og þrjár nætur æddi ég um götur borgar- innar og vissi varla mitt rjúkandi ráð. Hjartað í mér engdist sundur og saman, eins og undir smiðjuhamri. Fyrir augum mér dönsuðu grænar og gular, rauðar og bláar stjörnur. Fólkið, sem ég mætti á götunni, gekk fram hjá mér í víðum hálfhring til þess að koma ekki of nálægt mér. Gerðist einhver svo djarfur að gægjast inn undir hattbarðið, hrökk hann felmtlostinn til baka. Ég hlýt að hafa verið voðalegur útlits. Fötin hengu utan á mér, eins og væru þau keypt að ótíndum skreppusala. Á einni viku hafði ég létzt um þrjú pund. Sunnudaginn næsta á eftir dró ég mig aftur út að sumarbústaðnum, nær dauða en lífi. Ég hitti Matthildi móðursystur eina heima. Osjálfrátt greip ég dauðahaldi í stólbak, þegar hún sagði mér þær fréttir, að Melanía væri inni í borginni í heimsókn hjá vinkonu sinni. Svo reyndi ég að stytta þessari gömlu, barnalegu konu stund- ir með ómerkilegum slúðursögum. Það hafði ég gert oftsinnis áður og það með mestu ánægju, en nú var mér það hrein og bein þrælavinna. Þegar ég var að fara, stakk ég útidyralyklinum á mig, án þess að gera mér grein fyrir, hvers vegna ég gerði það. Frá því augnabliki veit ég yfir höfuð ekkert um, hvað ég tók mér fyrir hendur. Ég var farinn að ganga í svefni. Rétt fyrir miðnætti rankaði ég við mér úti fyrir dyr- unum á húsi móðursystur minnar. Þann dag í dag hefi ég enga hugmynd um, hvernig það atvikaðist. Mér fanst einhver standa að baki mér, ota hnjákollunum í hrygg- inn á mér og reka mig áfram. Svo opnaði ég útidyrnar, læddist upp tröppurnar í myrkrinu og drap á svefnher-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.