Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Page 81
ÍÐUNN
Ungir rithöfundar.
75
aðarnámi í landbúnaðarháskólanum í Höfn. En buddan
var tóm, og var þá ekki annars kostur en reyna að
hafa ofan af fyrir sér með vinnumensku. Fór þá Friðrik
upp í sveit og leitaði sér alvinnu og fékk hana. Dvaldi
hann hér og þar á Sjálandi um hríð. Las hann mikið
á þeim árum í tómstundum sínum og náði mikilli leikni
í danskri tungu. Eitt sinn
var hann — útlendingur-
inn — kosinn formaður í
ungmennafélagi á Sjálandi,
og sýnir það álit félaga
hans á honum. Hann
þráði að afla sér ment-
unar. Og í því skyni fór
hann í lýðháskóla í Vejlby
á Jótlandi og í Askov.
Hélt hann kyrru fyrir í
Danmörku um níu ára
skeið. Kom svo heim 1919
og var þá um tíma hér
á landi, en fór aftur af
landi burt sama ár, og
frá þeim tíma dvaldi hann
bæði í Danmörku og Svíaríki þangað til í haust. Hefir
hann því verið 18 ár alls erlendis.
Friðrik var í lýðháskólanum í Váddö í Svíþjóð um
hríð, en stundaði þar ekki nám. Flutti hann erindi þar
og víðar í Svíaríki sumarið 1924, og hafði þá lært
sænsku svo vel, að hann gat flutt fyrirlestra á þá tungu.
Fyrsta bók Brekkans, »De Gamle fortalte*, kom út
1923 (í íslenzkri þýðingu: Gunnhildur drotning og aðrar
sögur 1926). Sögurnar fengu ágæta dóma merkra manna
og bókmentafróðra í fjórum ríkjum, í Danmörku, Sví-
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
U
|