Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 82
76
Ungir rithöfundar.
IÐUNN
þjóð, Noregi og á íslandi. Gustaf Cederschiöld spa'ði
höfundinum þakklátum lesendum og mikilli framtíð.
Norðmaðurinn Inge Krokann kvað ekki efa á, að F. Á. B.
væri skáld og að hann væri rammíslenzkur. ]akob ]óh.
Smári sagði í sínum ritdómi, að bókin væri óvenju
falleg byrjandabók. Hann birti helztu æfiatriði skáldsins,
og lýsir Brekkan þar látlausum orðum striti sínu og
stríði í Danmörku, kensluargi um mörg ár, og einnig
skýrir hann frá uppörvun þeirri, sem hann fékk frá góð-
um mönnum til ritstarfa. — Guðm. Gíslason Hagalín
reit af glöggum skilningi og vinsemd um bók þessa.
Hann segir svo m. a.: »Eigi þarf að lesa þessa bók
oft eða vandlega til þess að sjá það, hver er aðalstyrkur
bókarinnar. Yfir alla bókina bregður einkennilega þýð-
um æfintýrablæ, hljóðlátur innileiki og hrifni er í stílnum,
ungar þrár og vonir sjá þar fjarsýnir inn í heima drauma
og æfintýra, fyrirheita og uppfyllingar*. —
Sögur Brekkans eru íslenzks uppruna. Hann blæs
anda í gamlar þjóðsögur og gefur þeim líf og litu, og
þarf mikið til þess, en honum tekst það.
Bókar þessarar var getið í fjölda útlendra blaða, og
hlaut hún hvarvetna mikið lof.
Næsta bók Ðrekkans kom út árið 1924. Það er bezta
bókin, sem hann hefir ritað: Ulveungernes Broder. Þetta
er skáldsaga frá víkingaöldinni. Hún er sagan um bar-
áttuna milli Þórs og Krists, milli heiðni og kristni, milli
Kelta og Germana. Höfundinum verður mikið úr því
litla, sem Njála segir um aðalpersónu hans í sögunni:
»Bróðir hafði verið maður kristinn og messudjákn að
vígslu. Enn hann hafði kastað trú sinni og gerðist guð-
níðingur og blótaði heiðnar vættir og var allra manna
fjölkunnugastur. Hann hafði herbúnað þann, er eigi bitu