Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 86
IÐUNN
Ársrit Stjörnunnar.
Undarlega hljóft hefir verið um þessa bók. Og þó get
ég skilið, hversvegna svo hefir verið. Slíkar bækur eru
tiltölulega sjaldgæfar, en þegar þær koma fram á sjón-
arsviðið, eiga menn oft erfitt með að átta sig á þeim,
og er þá vitanlega lang-viturlegast að þegja. Eftir því
sem ég hefi heyrt, hafa þó ekki allir hér verið svo vitrir
að halda dómgirni sinni í skefjum, enda þótt lítið hafi
á því borið opinberlega. Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning skal ég geta þess, að það er aðeins fyrir til-
mæli ritstjóra »Iðunnar«, að ég skrifa þessa grein um
bókina, grein, sem verður lítið annað en ómerkileg rit-
fregn. A5 öðrum kosti hefði ég alls ekki um bókina
skrifað, allra sízt nokkuð ýtarlega.... Eg get hugsað
mér, að eitt af því, sem veldur því, hve lítið hefir verið
um hnútukast að bókinni, sé það, að Krishnamurti veg-
ur á báðar hendur og hlífir engum. »Sætt er sameigin-
legt skipbrot*. En svo er annað, sem kemur hér til
greina. Á ég hér við það, að oft þegar Krishnamurti er
að stinga á einhverju kýli, þá bendir hann um leið með
hnífnum á einhverja aðra meinsemd, eitthvert sjúkdóms-
ástand, sem leiðir af sér allskonar meinsemdir. Hjá mér
kemur þetta sjúkdómsástand fram með einhverjum sér-
stökum hætti, hjá þér með einhverjum öðrum hætti. Við
þurfum því hvorugur ar.nan að öfunda. Af þessu leiðir,
að það er sem Krishnamurti standi á fjallstindi, þar seni
víðáttan blasir við og yfirlit fæst yfir undirlendið. En af
þessu leiðir einnig, að þeir, sem á láglendinu búa, hljóta