Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 87
fDUNN Ársril Stjörnunnar. 81
oft að eiga erfitt með að átta sig á sjónarmiði þess
manns, sem gistir fjöllin og horfir yfir heiminn úr »Hlið-
skjálf« mikillar víðáttu. En ef hægt er að segja, að
nokkuð einkenni alveg sérstaklega kenningar Krishna-
murti og greini þær frá öðrum kenningum, þá er áreið-
anlega hægt að segja með fullum rétti, að það er ein-
mitt þetta fangamark víðáttunnar, voldugt innsigii hinna
víðu geima. — Og þess vegna verða þeir fáir, sem veita
þeim viðtöku og hafa þeirra full not. Krishnamurti er
of stór fyrir fjöldann.... Þegar ég hugsa um kenningar
hans, dettur mér oft Þorsteinn Erlingsson í hug. í fljótu
bragði getur það virzt dálítið einkennilegt, en satt er
það samt, að „vantrúaðasta“ skáldið, sem við íslending-
ar höfum átt, skuli vera einna skyldastur Krishnamurti,
»heimsfræðaranum«, af öllum okkar andans mönnum,
sem nokkuð eru þektir, ef til vill að Stefáni G. Step-
hánssyni undanskildum. Líklega hefir næsta fáum dottið
það í hug, þegar allra víðsýnustu og djörfustu kvæði
Þorsteins voru að hrella hugi hinna rétttrúuðu og vana-
föstu, að þar væri á ferðinni andi »heimsfræðarans«,
hins mikla leiðtoga, sem suma var að dreyma um.
„Kóngar að síðustu komast í mát
og keisarar náblæjum falda,
og guðirnir reka sinn brothætta bát
á blindsker í hafdjúpi alda“.
Mér finst ég heyra rödd Krishnamurtis í þessari al-
kunnu vísu Þorsteins. Ef Krishnamurti væri íslendingur,
myndi hann yrkja eitthvað á þessa leið. Er hann þá
guðleysingi? munu menn spyrja. Síður en svo. Guðs-
hugmynd hans er mjög fögur og háleit og fullnægir
bæði hjarta og höfði. En Guð hans er of stór til að
rúmast í einhverju ákveðnu gerfi. ...
löunn XIII.
6