Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Síða 88
82
Ársrit Stjörnunnar.
IÐUNN
Úfgefandi bókar þeirrar, sem hér um ræðir, á þakkir
skildar fyrir hana. Það er andleg upplyfiing og hressing,
í öllum andþrengslunum og smásálarskapnum hér, að
lesa slíkar bækur sem þessa. Það er ekki ósvipað því,
að opnaður væri gluggi í daunillri baðstofu og inn
streymdi sólskin og blómailmur.
Og ég þakka fyrir sólskinið, hvaðan sem það kemur.
Grétar Fells.
Úr hugarheimum.
Æska og elli.
Ég spurði gamlan mann: Hvað hefir þu lært af lífinu?
Hann leit á mig — augum, sem virtust horfa yfir höf.
Og^hann sagði:
Ég var ungur og vissi alt. Og ég var óspar á
vizku mína. Ég talaði um alt það, sem ég kunni, og
meira til. Og mig furðaði á því einu, að mín máttugu
orð ekki umsneru heiminum.
Gömlu mennina kendi ég í brjósti um — þá, er
einskis meira höfðu að vænta. En þegar þeir töluðu
um lífið og vildu kenna mér, hvað.það væri, þá hló ég.
Og ég deplaði augunum framan í jafnaldra mína: Aum-
ingja gömlu mennirnir! Hvað vita þeir um lífið, sem
eru búnir að gleyma því.
En svo varð ég eldri og kom í skóla.
Það var skólinn sá, sem enginn trúir á, fyr en hann
er þangað kominn.
Kennarinn heitir íll reynd og kenslustundirnar von-
brigði. Sú skólagangan er löng, því vonbrigðin eru mörg
og margvísleg. Og ný hverjum, er reynir þau. Þú fákst
ekki það, sem þú vildir. Eða þú fékst það, en það var