Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 89
ÍÐUNN Ur hugarheimum. 83 ekki það, sem þú vildir. Eða það var það, sem þú vildir, en þú mistir það aftur. Afrek þín reyndust lítils virði. Það, sem þú vildir bezt, var lagt út á versta veg. Það, sem þú treystir á, varð þér að tjóni og tapi. Það, sem þú væntir hjálpar af, varð að steinum á vegi þín- um og að gráum hárum á höfði þér. Og svo hvað eftir öðru, eins og skrifað stendur í öllum vísum bókum. í þenna skóla gekk ég. Og ég lærði og lærði. Og því meira sem ég lærði, því minna vissi ég. Undarlegt er það að koma yfir um — á bak við sjónhverfinguna miklu — og sjá, að alt er öðru vísi, frá þeirri hlið skoðað. Þá segir þú við sjálfan þig: Lífið er lygi. Og þú stendur ráðþrota og starir á þessa him- inbláu veröld, sem er svo saklaus að útliti. Og þér skilst að lokum það, að alt er þér óskiljanlegt. Og þú spyr: Til hvers geng ég hér eins og fífl? En þú sleppur ekki með það. Útlærður ertu ekki, fyr en þú greinir sannleikann gegnum hulu lyginnar — fyr en þú hefir starað þig hálfblindan niður í hyldýpi mein- ingarleysunnar og meiningin lykst upp fyrir þér — eins og tindrandi auga — frá botni djúpsins. En leiðin þangað er löng. — Einn góðan veðurdag nam ég staðar, ráðþrota og mæddur, og leit yfir farinn veg. Það var víst frá þeim degi, að hár mitt tók að grána. Því skelfingin greip mig og hélt mér heljartökum. Lengi. Eg horfðist í augu við bitran veruleikann og varð að viðurkenna fyrir sjálfum mér: Vissulega, nú ertu orðinn gamall. Og lífinu er eytt og spilt. Segðu mér eitt, karl minn: Hvernig hefir þú farið með það? Ekkert svar. Ég reyndi að láta sefast, svo sem mér var unt. Og ég hughreysti sjálfan mig, eins og við gerum öll, þegar svo ber undir. En þessi er huggun mannsins, þegar hann hefir farið villur vegar, eytt,æfi sinni til einskis og vaknar í skelf- ingu og kvöl: Ég vil vitna fyrir bræðrum mínum — svo hugsar hann — fyrir hinum yngri bræðrum mínum og aðvara þá, svo þeir komi ekki í þenna sama kvala- stað. Þá hefi ég þó ekki lifað alveg til einskis. Og ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.