Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 91
iðunn
Úr hugarheimum.
85
Þolgæðið efldist í mér. Og nú brosi ég að öllum
bessum unga áhuga og óþoli, sem ætlar sér að um-
turna heiminum.
Æskumennirnir eru lítið öfundsverðir. Þeir eiga langa
leið fyrir höndum, og á þeirri leið verða þeir að vaða
svo mikinn reyk. Þegar þeir eru að tala um lífið og
vilja fræða mig um, hvað lífið sé — þá brosi ég. Og
ég depla augunum framan í jafnaldra mína og segi:
Aumingja ungu mennirnir! Hvað vita þeir um lífið, sem
ekki hafa lifað því?
En inst í hjarta mér el ég þessa ósk: Guð gefi að
þeir ættu nóg af æsku. Því fyrir æsku vora — og hana
eina — getum vér keypt vizku.
Arne Garborg.
Bókmentirnar og lífið.
Þrátt fyrir það, að vér nútímamenn erum að drukna
í bókaflóði, virðast bókmentirnar verða meir og meir að
hornreku. Það er útvarpið, kvikmyndirnar og dagblöðin,
sem hafa tekið forustuna. Bækur — þær eru svo langar
og leiðinlegar, sýnist fólkinu, og erfitt að tileinka sér
þær. Vér verðum hispurslaust að horfast í augu við
sannleikann. Og sannleikurinn er sá, að veg og veldi
bókmentanna fer hnignandi — einkum fyrir þá sök, að
áhrifasvið þeirra þrengist. Ef til vill er eins mikið lesið
og áður, en það er ekki lesið með þeirri einbeiting hug-
ans, þeirri æstu hrifningu, eins og fyr á árum. Þegar
bækur Ibsens, gráar og ömurlegar, voru að koma út á
sínum tíma, má segja, að þær urðu örlagavaldur mörg-
um manni. — Á bækur má altaf líta frá fleirum hliðum
en einni. Bókin er að ytra útliti ekkert annað en pappírs-
bunki. En með lesandann sem miililið getur hún verið
líf — andlegur raunveruleiki.
Hnignun bókmentanna á vorum dögum á fyrst og
fremst rót sína í því, að móttækileiki fjöldans hefir þorr-
ið. Þessi staðreynd kemur í ljós sem gagnáhrif á rithöf-
undana. Þeir slá af kröfunum, bæði til sjálfra sín og
almennings. Þeir vilja ekki verða undir í samkeppninni