Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 99
IÐUNN
Bækur 1928.
93
Svo byrjað sé á Ijóðagerðinni, sem löngum hefir átt
hvað mest ítök í hugum fslendinga, þótt það ef til vill
sé nokkuð að breytast á síðustu árum, er fyrst að nefna
vLjóðmæli" Sigurjóns Friðjónssonar. Þótt þetta sé fyrsta
bók höf., er hann kominn af æskualdri og engan veg-
inn ókunnur með þjóðinni. Hafa kvæði hans verið að
birtast á víð og dreif í tímaritum og blöðum um margra
ára skeið. Munu þau hafa náð eigi alllitlum vinsældum
hjá íslenzkum lesendum. Nú hefir höf. safnað mestu af
því saman í eina bók — um 300 bls. — þéttprentað,
með svo smáu letri, að prentsmiðjan mun vart eiga
smærra til. Það getur oft verið gleðiefni, að fá ljóðum,
sem lesin hafa verið á víð og dreif um margra ára bil,
safnað þannig saman í eina heild. En það getur líka
verið hættulégt fyrir höfundinn. Það, sem er gott og
gómtamt, ef tekið er inn í smáskömtum, getur orðið
leiðigjarnt, ef mikið er borið á borð af því í einu. Það
hefði áreiðanlega verið heppilegra fyrir Sigurjón Frið-
jónsson að skifta þessum ljóðmælum sínum niður á tvær
eða þrjár minni bækur, er út hefðu komið með nokkuru
millibili, og við hafa minni sparnað á pappír.
Fyrir þann, sem mikið þarf að lesa, er það satt að
segja hálfgerð hefndargjöf að fá bók, eins og þessa, í
hendur. Ekki vegna þess, að kvæðin séu svo léieg eða
illa ort. Þau eru þvert á móti, slétt og feld og, vel flest
þeirra, góð, ef tekið er eitt og eitl. Höf. er ljóðrænn
andi og mikill smekkmaður á form og rím. En hann
er nokkuð einstrengja í ljóðagerð sinni, kvæðin hvert
öðru of lík og þreyta því með tilbreytingaleysi, ef lesið
er í belg og byðu, en það er maður stundum til neyddur
að gera. Sjónhringurinn er ekki sérlega víður, mest er
kveðið um heimahagana og um geðhrif skáldsins sjálfs,
sem ýmist sveigjast að gleði eða gráti, eins og gengur.
Verða oft úr þessu fínar og viðkvæmar »stemningar«,
en sjaldnast veigamikil kvæði. Söguleg yrkisefni eru
ekki valin og fremur lítið um ádeilur — lítið af hress-
andi gusti.
Höf. yrkir mikið um náttúruna, um ilm og angan
vorsins og um haustfölvann. Verður naumast með sanni