Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Side 101
IÐUNN
Bækur 1928.
&S
fá ein — alt góð kvæði. Sum þessara kvæða eru gamlir
kunningjar, sem ég minnist að hafa lesið fyrir að minsta
kosti 20 árum í einu eða öðru blaði. En þau hafa litlu
eða engu glatað af sínum gömlu töfrum.
Höf. segir sjálfur — í formála — að kvæði sín séu
»ómræns eðlis* — ekki myndræns. Enginn vafi getur
á því leikið, að þessi orð eru einkennandi fyrir ljóðlist
hans. Meitlaðar myndir, sem festast í huganum, eru þar
fáar eða engar. Flest kvæðin eru ómar — mildir, viðkvæmir,
þrávaktir, hægir og hljóðlátir. Sigurjón leikur nær altaf
með hljómdeyfi (sordin) á streng sínum. Ef kvæði hans
hafa eld að geyma, þá er það falinn eldur. En þetta er
ekki eingöngu kostur á kvæðunum; það getur alveg
eins verið ókostur. Það, sem mörgum mun finnast á
skorta hjá þessum höfundi, er einmitt eldhuginn, ofsinn,
þrótturinn og tilþrifin.
I bókinni er talsvert af þýðingum, flestar eftir )oh.
lörgensen hinn danska og Karlfeldt hinn sænska. Munu
þær flestar vel af hendi leystar og sum kvæðin snjöll,
einkum Karlfeldts. Ein þýðing er hér eftir Per Sivle
hinn norska — á hinu kunna kvæði hans »Vorkvöld«,
er hann orti á lýðháskólanum í Askow. Sú þýðing —
8erð úr nýnorsku — er, að mínum dómi, prýðisgóð.
Islenzkir ljóðvinir munu grípa þessa bók fegins hendi
og finna þar margt, er þeir geta glaðst yfir. En engum
straumhvörfum er hún líkleg til að valda í íslenzkum
bókmentum. —
. Onnur Ijóðabck, sem Iðunni hefir borist, er Magnús
Asgeivsson: Þýdd Ijóð /. Þetta er lítil bók og lætur
ekki mikið yfir sér, en eigi að síður ein af þeim eigu-
legustu, er út hafa komið á árinu. Er hér á ferðinni
safn kvæða eftir erlenda úrvalshöfunda, þýtt úr ýmsum
fnálum. Að hér er ekki um neina smálaxa að ræða, má
sjá undir eins af efnisyfirlitinu. Af enskum skáldum eru
hér mættir Tennyson og Kipling, af þýzkum Goethe,
Heine, Richard Wagner og Ludvig Uhland, af sænskum
Esajas Tegnér, Viktor Rydberg, Carl Snoilsky, Gustaf
Eröding, Oscar Levertin og Karlfeldt, af finskum Bertel
Gripenberg, af norskum Wildenvey, og eru þó ekki