Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 3
Ivirkjuritið.
BISKUPSVÍGSLA t REYKJAVÍK.
Sunnudaginn 4. júlí, að lokinni prestastefnunni, var
séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur vígður til vígslu-
biskups fyrir Skálholtsbiskupsdæmi. Athöfnin fór fram í
dómkirkjunni í Reykjavík og var mjög hátíðleg og
virðuleg.
Þegar samhringt var kl. 11 f. h., var gengið í skrúð-
göngu úr fordyri Alþingishússins tii kirkju. Fyrir biskup-
unum, þeim er vígja skyldi og vígslu taka, gengu tveir
ungir prestar svo sem biskupsþjónar, en á eftir fór flokk-
ur presta og prófasta og guðfræðikennara Háskólans.
Alls voru um 50 í þessari fylkingu, gengu saman tveir og
tveir, allir hempuklæddir.
Bæn í kórdyrum las Björn Magnússon háskólakenn-
ari, en fyrir altari var séra Friðrik Hallgrímsson. Hann
tónaði vígslukollektu að sungnum fyrsta sálmi. Því
næst var sungið versið: „Gef þú að móðurmálið mitt“.
Þá steig séra Guðmundur Einarsson prófastur í stólinn
og flutti ræðu um vitnisburðarskyldu lærisveina Krists,
síðan lýsti hann vígslu og las æfiágrip eða „vitu“ vígslu-
þega. Meðan sungið var á eftir: „Lofið Guð, ó lýðir göfgið
hann“, gengu biskuparnir í kór í fullum biskupsskrúða og
vígsluvottarnir, séra Friðrik Hallgrímsson, séra Guð-
niundur Einarsson, séra Ólafur prófastur Magnússon og
séra Þorsteinn Briem prófastur, skrýddir rykkilínum.
Biskupsþjónarnir stóðu inst við altari, sínu megin hvor.
16