Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Séra Sigfús Jónsson. 279 stund, er jafn skyldurækinn prestur og séra Sigfús hvarf frá þeim og um leið út úr þjónandi prestskap, engu síður en mér sem biskupi lians, svo mikið álit sem ég hafði fengið á honum sem prýðimanni í presta- stétt. Var það mér þvi tilfinnanlegra að missa hann úr starfsmannaliðinu, sem ég vissi hve trúmálin og prest- skapurinn voru orðin honum rík alvörumál, og að erf- iðir einkahagir (sérstaklega tilfinnanlegt heilsuleysi eiginkonu hans) knúðu hann lil þess, að snúa sér frá hinu andlega starfi hans sem prestur að jafn óskyldu starfi og kaupmenskan er. En allir vita, hve sveitahú- skapurinn á stórri jörð er erfiður einhentum, — en það mátti séra Sigfús teljast, er eiginkonan misti heilsuna. Ég get engan dóm á það lagt, Iivernig liann reyndist í hinni veraldlegu stöðu sinni. En eftir kynnum mín- um af lionum sem einkamanni, má vafalitið gera ráð fyrir, að einnig það starf hafi farið honum vel úr Iiendi. Því að séra Sigfús var snemma gætinn maður og ráðdeildarsamur í öllu, sem að fjárstjórn laut, og talinn búhöldur með afhrigðum, meðan hann stundaði sveitabúskap, auk þess sem hann var maður hvorl- tveggja í senn ráðsvinnur og raungóður. Að séra Sig- fús fór síðustu ár æfi sinnar að gefa. sig' að stjórnmál- um, liygg ég, að ekki hafi orsakast af neinni persónu- legri löngun lians til að taka þátt í stjórnmála-þvarginu, jafnógeðslegt og það hefir orðið hér hjá oss á síðustu árum og er enn. Menn verða stundum að dansa, þótt nauðugt sé. Svo hygg ég að verið hafi um séra Sigfús vin minn, eftir öllu upplagi hans, eins og mér var það kunnugt. En hvað sem því líður, þá tel ég vafalaust, að fleiri hafi sett hljóða en flokksbræður hans á stjórn- málasviðinu, er fregnin barst þeim um sviplegt fráfall hans, og' allir hafi getað horft á eftir lionum ofan í gröfina sem þeim drengskaparmanni, sem hverju mannfélagi er söknuður að, er þeir hverfa oss sýnum. J. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.