Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 21

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 21
KirkjuritiS. Myndunarsaga Samstofna guðspj. 259 Enn eru víða samstæðar hendingar, þannig að síðari hendingin er ekki beinlínis endurtekning á hugsun fvrri hendingarinnar, heldur franihald hennar: Eg er kominn til að varpa eldi á jörðina, og hversu vildi eg, að hann væri þegar kveiktur. (Lúk. 12, 49). Loks getur það átt sér stað, að seinni hendingin sé bein endurtekning hinnar fyrri, en hæti þó einhverju við og herði á, svo að stígandi verði: Hver sem tekur á móti einu sliku barni í mínu nafni hann tekur á móti mér, en hver sem tekur á móti mér, liann lekur ekki á móti mér, heldur þeim, sem sendi mig. (Mark. 9, 37). Auk þess sem hugsanirnar eru þannig í vissum skiln- ingi rímaðar saman í hendingunum, þá hefir hrvnjandi þeirra á aramaiskunni verið eftir ákveðnum lögum. Tvær heridingar eða fleiri mynda vers, og er afstöðu þeirra innbyrðis fyrir sitt Ieyti líkt farið og afstöðu hendinganna. Versunum er svo aftur skipað í erindi. Þannig eru sumir ræðukaflar Jesú fegurstu ljóð, eins og t. d. þessi óviðjafnanlegi lofsöngur um föðurforsjón Guðs. I. Lítið lil fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá; eruð þér ekki miklu fremri en þeir? II. Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa; þær vinna ekki, og þær spinna ekki heldur. en ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni 17*

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.