Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 46

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 46
284 Prestastefnan. KirkjuritiS. tveggja presta ekkja, fyrst séra Þorvaldar Stefánssonar i Hvammi í Norðurárdal (t 1884), en síðar séra Bjarna prófasts Símonarsonar á Brjánslæk (t 1930). Meðal barna hennar al' fyrra hjónabandi er séra Jón Þorvaldsson á Stað á Reykjanesi. Hin prestsekkjan, sem lézt á árinu, var hinn alkunni kvenskör- ungur Guffrún Björmdóttir (venjulegast kend við Presthóla), ekkja löngu látins aðstoðarprests á Sauðanesi, séra Lárusar Jóhannessonar, er lézt aðeins 30 ára gamall 1888. Frú Guðrún sál. var m. a. ein þeirra 4 kvenna, sem fyrstar fengu sæti í bæjarstjórn hér í Reykjavík. Þá hafa tveir uppgjafaprestar orðið á bak að sjá eiginkonum sinum á umliðnu ári, þar sem látist hafa þær Ra(jnheiðiir Eggertsdóttir, kona séra Arnórs Árna- sonar i Hvammi, og Jóhanna Aðalbjörg Benjaminsdóttir Thorla- cius, kona Einars próf. Thorlaciusar, fyrrum ]>rests í Saurbæ; báðar voru þær í merkustu prestskvenna röð og mönnum þeirra því þungur harmur búinn við fráfall þeirra. Vér viljum votta minningu þessara fjögra merkiskvenna virðingu vora og eftir- lifandi eiginmönnum hinna tveggja siðarnefndu samúð vora með því að risa á fætur. Lausn frá prestskap hafa tveir prestar hlotið á næstliðnu fardagaári, sem sé þeir Garðar Svavarsson á Djúpavogi og séra Sveinn Guðmundsson í Arnesi, báðir frá fardögum þ. á. Séra Garðar er ungur maður og óþreyttur og hefir m. a. í allan vetur lialdið uppi prestsþjónustu hér í úthverfi Reykjavikur. Séra Sveinn aftur á móti hefir 37 prestsþjónustuár að baki. Að vísu eru 42 ár síðan séra Sveinn vígðist tii prests, en þar frá dragast ö ár, sem hann var utan prestskápar. Hann er nú kominn á 09. árið og hafði því að lögum rétt til að láta af embætti, enda heilsan tekin að bila eftir langa þjónustu í víðlendum verkahring, eins og hann er þar norður á Ströndunum, ])ótt sóknarkirkja sé aðeins ein. Loks er þess að minnast, að á næstliðnu hausti knúði vax- andi vanheilsa próf. Sigurð P. Sivertsen, vigslubiskup vorn hér sunnanlands, til þess að beiðast lausnar frá embætti. sem hon- um þá líka var veitt, og nokkuru siðar þótti honum rétt að beiðast einnig lausnar frá vígslubiskupsþjónustunni. Hver eftir- sjón oss er að prófessor Sigurði úr hóp starfandi kirkjumanna þarf ekki að taka fram; það er oss öllum ljóst; og ekki sízt megum vér sakna hans á prestastefnu vorri, þar sem hann um l'jölda ára talaði máli kirkjunnar og prestastéttarinnar, auk þess sem hann sem formaður Prestafélagsins var lífið og sálin í öllum framkvæmdum þess, enda hefir kirkja íslands ekki átt einlægari kirkjunnar mann en próf. Sivertsen, og enn er hugur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.