Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 49
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
287
ist stefna að því, að þeir verði eins margir og rúm leyfir, en
heilbrigð börn aðeins að sumrinu á barnaheimilinu. Myndi það
fyrirkomulag heppilegt. Allmikill kúabúskapur er rekinn að
Sólheimum og garðrækt stunduð af kappi og með góðum ár-
angri. Sími var lagður þangað heim í vor.
Heimilið á við mikla fjárhagsörðugleika að stríða, en þeir
stafa af vanskilum á meðlagsgreiðslum. Útistandandi skuldir
voru rúmar 12000 kr. um siðustu áramót. Væru þær greiddar,
stæði hagurinn með blóma. Stundum liefir verið greitt með
bréfum Ivreppulánasjóðs og þá ekki raunverulega nema lítili
hluti af skuldarupphæðinni. Má geta því nærri, að stofnunin
er ekki svo sterk fjárhagslega, að hún fái staðið undir sveitar-
félögum og bæjarfélögum. Það sem bjargað hefir frá hruni er
meðlagsgreiðsla með fávitum að nokkurum hluta úr rikissjóði.
Kf hún gæti orðið sú, sem ætlast er til samkvæmt löggjöfinni
nýju um fávita, þ. e. % af meðlagi, þá myndi hælið innan til-
lölulega skamms tíma standa á traustum grunni.
Til sönnunar því, að fávitahælið að Sólheimum væn þjóð-
þrifastofnun. las ritari að síðustu þessa umsögn dr. Matthíasar
Jónassonar uppeldisfræðings um það:
„Þegar ég skoðaði hælið voru í því 14 fávitar, á aldrinum
4—30 ára. Það er auðséð, að þeim líður svo vel, sem heil-
brigðisástæður þeirra framast leyfa að vænta, og á sína vísu
eru þau elsk að aðhlynnendum sínum. Flest þeirra eiga sér enga
von til fulls bata, allra sizt auðvitað þau, sem hálfstálpuð
komu á hælið, og sem þess vegna er orðið erfiðast að hjálpa.
Starfsfólk hælisins er sér þess meðvitandi, að margir skjól-
stæðingar þess eru ólæknandi, og því ekkert annað að gera
en að hjúkra þeim og láta þeim líða svo vel, sem kostur er á,
meðan þeim endist lífið. En með aðdáanlegu ástríki og óþreyt-
andi þolinmæði er lögð rækt við jafnvel liina minstu þroska-
möguleika. Það þarf heldur ekki mikla skarpskygni til að sjá,
að sum barnanna hafa tekið hröðum framförum, ef miðað er
við það ástand, sem þau komu í til hælisins. Hér er ekki rúm
til að ræða náið um hvert einstakt barn. Þó skulu örfá dæmi
nefnd.
S. er 4 ára. Kom á hælið 1935; var hrædd og hvekt og sí-
grátandi. Eftir eins árs hælisvist er barnið orðið frjálslegt og
hrosandi.
S. E. er 7 ára. Kom á hælið 1934. Barnið kunni ekki að ganga,
begar það kom, en er nú mikils til búið að læra það.
E. er 14 ára. Kom á liælið 1933. Barnið var mjög ilt viður-
eignar þegar það kom á hælið, og mállaust að öðru en því, að