Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 47

Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 47
Kirkjuritið. Prestástefnan. 285 hans allur á þeim vettvangi, þótt um verklega þátttöku sé ekki lengur að ræða. Á síðustu prestastefnu taldist svo til, að 13 embætti væru prestslaus. Tvö af embættum þessum: Skeggjastaðir og Valla- nes fengust auglýst, og í 3. kallið var mér leyft að setja prest, sem sé í Hálsprestakall. Algjörlega prestalaus voru, er vetur gekk i garð, í fyrra haust liessi 8 prestaköll: Brjánslækur, Glaumbær, Hofteigur, Hvammur i Laxárdal, Kirkjúbæjarklaustur, Sand- fell, Stafholt og Viðvík (og Þingvellir hið 9., ef þó skal telja með), og hefir sú ein breyting orðið á þvi siðan, að mér var leyft að setja prest i Stafholt, er horfur voru á, að Borgar- prestur gæti ekki annað þjónustunni. Er Hálsi, Skeggjastöðum, Hjúpavog, svo og Árnesi, síðan í fardögum, þjónað af settum prestum tvö hin fyrnefndu, og af kapellánunum, sem þangað vígðust, tvö hin síðartöldu. Hefði ég vitað, að mér yrði heim- ilað að auglýsa öll hin lausu prestaköll (nema Þingvelli), hefði ég naumast látið leiðast lil að setja prest i Stafholti, heldur beðið átekta nieð ráðstöfun þess. — í bili eru því að meðtöld- um hinum setlu prestum 102 prestar starfandi innan þjóðkirkj- unnar. En sennilega hætta 2 þeirra á þessu ári, nefnilega séra Matthías í Grímsey, er hefir lofað mér að þjóna áfram til hausls, og séra Magnús Run. Jónsson, sem þjónað hefir Stað í Aðalvík undan farið. — Þegar ég 28. apríl með leyfi kirkju- málaráðherra auglýsti í einu 12 prestaköll, þá tók ég þar Stal'- holtið með, þótt þar væri búið að setja prest, en auk þess auglýsti ég köllin Stað í Aðalvík, Skeggjastaði, Hof í Álftafirði og Háls. Aftur gat ég þá ekki auglýst Árnesið, því að séra Sveinn hafði enn ekki fengið lausn. Við setninguna í Stafliolti verður Breiðabólstaður á Skógarströnd prestslaus að minsta kosti þetta fardagaár. Hvað verða kann um Borg á Mýrum, get ég ekkert um sagt að svo komnu. Eins og yður er öllum kunnugt, þá fór fram samkepni um guðfræðiskennaraembætti við háskólann, sem lauk á þá leið, að séra Björn á Borg Magn- usson var af dómnefnd einum rómi talinn fremstur umsækjenda, enda var hann skönnnu síðar settur í kennarastöðuna, sem oneitanlega var einkennileg ráðstöfun eftir að séra Björn hafði unnið jafn glæsilegan sigur við samkepnisprófið. Er jiað enn ollum hulið, hvað róðherra kenslumálanna hugsar sér með þeirri ráðstöfun sinni. En verði endalokin þau, að sigurvegar- *nn hljóti kennaraembættið, þá losnar Borg á Mýrum í viðbót 'úð þau embættin, sem laus eru fyrir. A umliðnu ári vígði ég tvær kirkjur, Fáskrúðarbakka- og Flateyrarkirkju í Önundarfirði, báðar hinar veglegustu stein-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.