Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 22

Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 22
260 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst nú Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir? (Matt. 6, 26—30. Lúk. 12, 24—28). í ljóðunum eru sumstaðar stef og auka þau mjög á áherzluþungann. í sæluhoðunum eru orðin: „Því að þeirra er himnaríki“ stefið, og seinna í Fjallræðunni standa þrjú erindi, þar sem þessar tvær hendingar eru stefið: „Sannlega segi eg yður, þeir hafa tekið út laun sín .... Faðir þinn, sem sér í leyndum, mun endur- gjalda þér“. Víða eru einnig kaflar i óbundnu máli settir þannig fram, að þeir mynda andstæður eða hliðstæður ekki síður en hendingar í bundnu máli. Er það jafnvel af ýmsum talið eitthvert skýrasta einkennið á forminu, sem hoðskapur Jesú birtist i. 441 dæmis má nefna niður- lag Fjallræðunnar: I. Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á hjargi; og steypiregn kom ofan, og heljandi lækir komu og stormar hlésu, og skullu á því húsi — en það féll ekki, því að það var grundvallað á hjargi. II. Og hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, sem hygði hús sitt á sandi, og steypiregn kom ofan, og belj- andi lækir komu og slormar blésu, og buldu á því húsi — og það féll, og fall þess var mikið. (Matl. 7, 24—27). Engar gelur þarf að því að leiða, að þessi búningur

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.