Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 20

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 20
258 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjiiritiíi liklegt af orðalaginu að dæma á slíkum ræðum (sjá einkum Mark. 7, (i—13. En iivað sem ])ví líður, þá er óliætt að ganga út frá því, að kenning lians hafi yfirleitt verið sett fram á aramaisku, eina málinu, sem lærisveinar hans og alþýðan skildu. Enda eru á stöku stað orð Jesú til alþýðumanna tilfærð á aramaisku (sbr. Mark. 5, 41; 7, 34). Það mál var honum tamast. A þvi baðsl hann fyrir, hughreysti alþýðufólkið, er leitaði til lians í nanð- um sínum, flutti fagnaðarerindið um guðsriki og ketuii lærisveinum sínum. Enn er það vísl um búning orða Jesú, að þau voru oft í Ijóðrænu formi og bragarháttur hinn sami sem i skáldritum Gamla testamentisins. Þau voru i hending- um, þannig að síðari Ijóðlína tók upp hugsunina i fyrri ljóðlínunni í einhverri mynd. Stundum eru hendingarnar hliðstæðar, hin seinni endurtekur hugsunina i hinni fyrri með öðrum orðum: Eigi er neitt leynt, nema til þess að það opinberist, né heldur varð neilt hulið, nema til þess að það kæmi í ljós. (Mark. 4, 22). Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er sýna yður ójöfnuð. (Lúk. 6, 27n). Annarsstaðar koma fram gagnstæðar liendingar. Það sem sagt er jákvætt i annari hendingunni segir neikvætt í hinni, eða megináherzla er á það lögð að sýna sem dýpstar andstæður: Ilver, sem vill bjarga lifi sínu, mun týna því, cn hver, sem týnir lífi sínu .... mun hjarga þvi. (Mark. 8, 35). Ekki er til gotl tré, sem her skemdan ávöxt; ekki heldur skemt tré, sem her góðan ávöxt. (Lúk. 6,43).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.