Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 38
270 Á. G.: Myndunarsaga Samst. g. Kirkjuritið.
konunnar er fléttuð inn í söguna um vakningu dóttur .ía-
írusar, mun blátl áfram vera sú, að Jesús læknar kon-
una á leiðinni til húss Jaírusar, alveg eins og guðspjöll-
in segja frá, og það mun vera höfundur Matt. sjálfur,
sem raðar saman kraftaverkasögunum í 8. og 9. kap.
fyrir sitt leyti eins og hann raðar saman orðum Jesú i
5.—7. kap. (Fjallræðan); þannig gefur hann glöggva lýs-
ingu á báðum meginþáttunum i guðsrikisstarfi Jesú og
undirbýr svar Jesú við spurningu Jóhannesar: „Farið og
kunngjörið Jóhannesi það sem þið heyrið og sjáið:
„Blindir fá sýn og lialtir ganga, líkþráir hreinsast og
daufir heyra, og dauðir upprisa og fátækum er boðað
fagnaðarerindi“.
Þessa mótunarsögu mun efni guðspjallanna eiga í
söfnuðum kristninnar áður en Samstofna guðspjöllin
sjálf eru færð í letur. Meginkvíslar erfðakenningarinn-
ar streyma um aðalsöfnuðina, í Róm, Antíokkíu, Jerú-
salem, Sesareu og Efesus, og mynda þannig guðspjöllin.
Markúsarguðspjall verður til í Róm um 67 eða 68, Lúk-
asarguðspjall mun runnið einkum frá Antíokkíu og Ses-
areu, auk þess sem Mark. er ein aðalheimild þess, og
er það að líkindum samið á árunum 75—80. Matteusar-
guðspjall mun fáum árum yngra og sameiginlegar
ræðuheimildir þess og Lúk. að talsverðu leyti frá Anti-
okkíu. Mest alt efni Mark! er felt inn í það og sérefni
allmikið, er mótast hefir að öllum líkindum í kristnum
söfnuðum á Gyðingalandi og þá fyrst og fremst í Jerú-
salem. Erfikenningin í Efesus kemur mjög fram síðar í
Jóhannesarguðspjalli.
Tíminn leyfir mér ekki að rökstyðja þessar skoðanir
mínar á aldri og átthögum guðspjallanna. En ég' vona,
að það, sem ég hefi sagt um myndunarsögu Samstofna
guðspjallanna, nægi til þess að sýna, að hór er um rann-
sóknarefni að ræða, sem mikils er um vert og verð-
skuldar athygli manna. Ásmundur Guðmundsson.