Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 19
KirkjuritiS. Myndunarsaga Samstofna guðspj. 257 flaumur lífs í farveg komnir og mótast að föstum lögum. Og þessi lög þarf að rannsaka. Uppsprettan. Aramaiska var móðurmál Jesú, lærisveina lians og vfirleitt alþýðunnar á Gyðingalandi um lians daga. Að sönnu var hún ekki eina tungan, sem töluð var í landinu. Rómverska setuliðið þar talaði að sjálfsögðu latínu, gríska var mál stjórnarvaldanna, embættismann- anna og mikils hluta verzlunarstéttarinnar, og hebreska rabbíaskólarina var tunga lærðra Gyðinga. Um latínu- kunnáttu hefir vísast alls ekki verið að ræða hjá Jesú. Grísku hefir hann sennilega getað talað, enda var gríslc menning útbreiddusl i Galíleu á Gyðingalandi, og mætti ætla, að hann hafi svarað á þvi máli við réttarlialdið frammi fyrir Pílatusi, og jafnvel mælt á gríska tungu við kanversku konuna, sem Mark. telur hafa verið gríska (Mark. 7, 24—30). Hebresku hefir hann vafalaust kunnað, fyrst og fremst þá hebresku, sem bækur Gamla testamentisins voru ritaðar á og hafði þá um hríð verið dautt mál, og svo einnig skólahebreskuna, sem var af henni runnin. Fyrir því eru sterk rök. Tilvilnanir Jesú í Gamla testamentið sýna víðtæka þekkingu hans og djúpan skilning á þvi. Hann er nefndur meistari, rahbí, og það ekki aðeins af lærisveinum sínum (Mark. 4, 38; 9, 38 o. s. frv.) og alþýðunni (Mark. 9, 17), heldur einn- ig af lærðu mönnunum sjálfum (Mark. 12, 32). Hann prédikaði í samkunduhúsunum, en til þess munu lítt liafa valist ólærðir menn. Sagan um hann tólf ára í musterinu mun hregða réttu ljósi yfir mætur hans og rannsókn á ritningunni þroskaár lians. Það gat vel sam- rýmst uppeldi hans við þröng kjör og smíðar. Yel má vera, að Jesús hafi talað skólahehresku við lærða and- stæðinga sína, og einhverjar af deiluræðum, sem varð- veizt hafa, hafi verið fluttar á því máli. Það er enda 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.