Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 40

Kirkjuritið - 01.07.1937, Page 40
278 Jón Helgason: KirkjuritiS. okknr að lokinni samverunni á skólabekkjunum, enda hafði hann í öllu reynzt mér drengur góður þau sam- vistarár okkar. Ég; ætla þá líka, að drengskapurinn hafi verið sá þáttur lyndiseinkunnar lians, sem aflaði honum varanlegustu vinsældanna á æfileið hans. Af okkur sem útskrifuðumst úr skóla vorið 1886 — 22 að tölu urðu 17 guðfræðingar og gengu allir (að einum, Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði, undanteknum) í kirkjunnar þjónustu. Aðeins 23 ára gamall vigðist séra Sigfús til Hvamms i Laxárdal (1889), sem hann þjónaði til 1900, er hon- um var veitt Mælifells-prestakall. En því embætti gegndi hann til fardaga 1919, er hann lét af prestskap, urðu prestskaparár hans þannig 30 alls. Sem biskup átti ég eðlilega lítið við hann saman að sælda, því að hann lét af embætti 2 árum seinna en ég komst í þá stöðu. Alt að einu hafði ég þó fengið tækifæri til að kynnast honum sem presti, því að flest árin eftir heimkomu mína frá háskólanum átti ég hréfaskifti við hann. Að vísu eru hréfaskifti oftast léleg úrhót persónulegra sam- funda. Þó veiltu bréfaskiftin við séra Sigfús mér all- góð kvnni af honum sem presti. É,g þóttist mega ráða það af hréfum hans, að hann væri altaf að vaxa í starf- inu, að áliugi hans á þvi og' einlægni við það vkist ár frá ári. Hann vildi áreiðanlega láta gotl eitt af sér leiða i prestskapnum og skildi manna hezt ábyrgðina, sem því starfi fylgir. Sjálfur lét hann sízt mikið yfir sér sem presti, en ég hefi það fyrir satt, að hann liafi ver- ið mikils metinn af sóknarhörnum sínum hæði sem prédikari og ungmennafræðari og vinsældir hans farið sívaxandi með þeim, m. a. vegna skyldurækni hans í embætti. Eitt hlutu allir að róma, sem voru við kirkju hjá honum, sem sé það, hve öll altarisþjónusta fór lion- um vel úr hendi, enda var liann snennna raddmaður góður. Ég geri því ráð fyrir, að sóknarbörnum hans i Mælifellsprestakalli hafi verið það tilfinnanleg rauna-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.