Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 43
Kirkjuritið. Prestastefnan. 281 1880 mátti svo heita sem um önnur stéttarfundarhöld væri ekki að ræða hér á landi, en prestastefnuhaldið einu sinni á ári — hin pólitísku fundarhöld nefni ég ekki, því að þau verða ekki til stéttarfundarhalda talin — en prestastefnuhaldið var þá líka lang elzt og reglulegast allra fundarhalda (annara en Alþingis) og átti að því leyti mikið undir sér, þar sem þar voru lengst af dómar uppkveðnir í tnálum varðandi presta. Á miðri 13. öld er fyrst talað um andlegt dómþing hér á landi, en það er ekki fyr en 1639, að Brynjólfur biskup fær því komið á, með allmiklu harðfylgi, að prestastefna skyldi haldin ár hvert fyrir Skálholts- biskupsdæmi í sambandi við Alþingi. Og skyldu prófastarnir fimm úr Rangár- Árness- Kjalarness- Þverár og Þórsness-þingum sækja hana, til þess „með hinum skynsömustu prestum, er þeir skyldu stefna þangað með sér, leggja til mála, eftir þvi sem kirkjuskipunin mælti fyrir“. Þelta er fæðingarsaga prestastefn- unnar í þeirri mynd, sem hún var haldin alt til sumars 1904, er stiftsyfirvöldin sem slík hurfu úr sögunni. Um c. 260 ár hafði sú venja haldist, að veraldlega valdstjórnin hefði sinn fulltrúa á prestastefnunni (fyrst höfuðsmanninn eða „fullmegt- ugan“ lians, síðan amtmennina, — síðastur þeirra var Jul. Havstein). Prestastefnan í þessu formi var ekki „presta- fundur“ i vorra tíma skilmngi, heldur „synodal-réttur“. Og enda þótt synodalrétturinn sem dæmandi „institution" væri fyrir löngu skilinn frá hinni árlegu prestastefnu (og væri skotið á sem „aukarétti" er þess gerðist ])örf), þá hélzt réttar- nafnið fram eftir öllu og fram til 1889 stóð afdráttarlaust í gjörðabók prestastefnunnar: ,,Rétturinn var settur undir præ- sidio amtmanns (N. N.) og biskups (N. N.). Sem assessores voru mættir prófastarnir“ o. s. frv. Arið 1891 er „fundurinn" kominn i staðinn fyrir „rétturinn“, en prófastarnir eru ennþá titlaðir „assessores“, rétt eins og hér væri enn um dómþing að ræða. En þótt hér væri að ræða um „dómþing, sem ekkert hafði að dæma“, þá má segja, að prestastefnan hvíldi áfram í dómþingsreifum fyrri alda, alt þangað til amtmaður hvarf úr réttinum eftir 1904 og stiftsyfirvöldin hurfu úr sögunni. En þá voru liðin 24 ár frá því er fyrst var tekið að þinga um það á prestastefnunni sjálfri, hvernig losa mætti prestastefnuna úr l)essum broslegu gömlu dómþingsreifum og „auka vald og verkssvið synodusar“, sem það var kallað. Þetta hefir að vísu enn ekki fengist. Sjálfstjórnarhugsunin að því er snertir kirkju- málin kemst að nokkuru leyti í framkvæmd með lögunum um sóknarnefndir og héraðsnefndir, en í stað þess að auka vald og verksvið synodusar fékst loks 1931 lögtekið „kirkjuráð fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.