Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 44

Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 44
282 Prestastefnan. Kirkjuritið. hina íslenzku þjóðkirkju", sem að visu hefir fengið nokkurt vald varðandi „innri mál“ kirkjunnar (þó takmarkað að því leyti sem það vald er hundið við „samþykki prestastefnunnar") og ráðgjafaratkvæði um önnur mál, sem borin verði upp fyrir ráðinu af löggjafarvaldinu, — en er að öðru leyti líkast væng- brotnum fugli, þar sem ekki er ráðinu jafnframt séð fyrir nægi- legu fé til framkvæmda nauðsynlegustu áhugamálunum, sem því eru á vald gefin. Alt að einu hefir sú breyting orðið á prestastefnuhaldinu, án allrar íhlutunar löggjafarvaldsins, að prestastefnan er nú sótt af prestum víðsvegar af landinu og þau 20 ár, sem ég hefi verið í biskupssæti, aldrei verið ástæða til að kvarta yfir lélegri fundarsókn. Þetta er hvorki mér né neinum einstökum manni að þakka, heldur vaknandi stéttarmeðvitund hjá prestum vor- um. En það er áreiðanlega fyrst og freinst Prestafélag íslands, sem ber heiðurinn og þakkirnar fyrir að stéttarineðvitundin er vöknuð ínnan prestastéttar vorrar og með henni skilningur- inn á því, að hér liggi fyrir sameiginleg áhugamál, sem ekki fái framgang nema prestarnir sem stétt standi á bak við. En þetta er því mikilvægara á nálægum tímum, sem öll aðstaða kirkj- unnar sem „institutionar" er erfiðari en verið hefir um fjölda alda. Blöðin, sem við lesum daglega, segja oss frá erfiðri aðstöðu kirkjunnar úti í löndum. Vér höfum séð þar, hvernig kirkjunni hefir verið með öllu vísað úr landi hjá „kristinni þjóð“, sem að tölu einstaklinganna nær 100 miljónum. Og vér sjáum um þessar mundir, hvernig af rikisvaldinu er sorfið að kirkju einnar hinnar viðurkendustu menningarþjóðar álfu vorrar, þar sem er hin þýzka kirkja. Þar er af alefli unnið að því að gera hina þýzku kirkju að einum hluta hinnar „nationa!istisku“ ríkisbyggingar Hitlers, svo að reynt er að gera hina miklu trúarsetningu þeirrar byggingar: Til er aðeins einn Guð og hann þýzkur, og Hitler spámaður hans“ — að trúarsetningu hinnar þýzku kirkju. Og svo er víða um heim farið niðrandi orðum um kirkjuna og reynt að koma óorði á hana ekki aðeins meðal andstæðinga, heldur og meðal þeirra, sem telja sig henni fylgjandi. Menn tala fullum fetum um syndir kirkjunnar og yfir- sjónir og kenna henni um margt það, er miður þykir fara í félagslifi manna og í sambúð þjóðanna. Menn tala um „gjald- þrot“ kirkjunnar og getuleysi til að ráða fram úr vandamál- um vorra tíma af ýmsu tæi. Er þetta því óskiljanlegra tal í munni þeirra, sem hyggjast bera framtíðarhag kirkj- unnar fyrir brjósti, sem þeir með því að klifa á þessu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.