Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 44
282 Prestastefnan. Kirkjuritið. hina íslenzku þjóðkirkju", sem að visu hefir fengið nokkurt vald varðandi „innri mál“ kirkjunnar (þó takmarkað að því leyti sem það vald er hundið við „samþykki prestastefnunnar") og ráðgjafaratkvæði um önnur mál, sem borin verði upp fyrir ráðinu af löggjafarvaldinu, — en er að öðru leyti líkast væng- brotnum fugli, þar sem ekki er ráðinu jafnframt séð fyrir nægi- legu fé til framkvæmda nauðsynlegustu áhugamálunum, sem því eru á vald gefin. Alt að einu hefir sú breyting orðið á prestastefnuhaldinu, án allrar íhlutunar löggjafarvaldsins, að prestastefnan er nú sótt af prestum víðsvegar af landinu og þau 20 ár, sem ég hefi verið í biskupssæti, aldrei verið ástæða til að kvarta yfir lélegri fundarsókn. Þetta er hvorki mér né neinum einstökum manni að þakka, heldur vaknandi stéttarmeðvitund hjá prestum vor- um. En það er áreiðanlega fyrst og freinst Prestafélag íslands, sem ber heiðurinn og þakkirnar fyrir að stéttarineðvitundin er vöknuð ínnan prestastéttar vorrar og með henni skilningur- inn á því, að hér liggi fyrir sameiginleg áhugamál, sem ekki fái framgang nema prestarnir sem stétt standi á bak við. En þetta er því mikilvægara á nálægum tímum, sem öll aðstaða kirkj- unnar sem „institutionar" er erfiðari en verið hefir um fjölda alda. Blöðin, sem við lesum daglega, segja oss frá erfiðri aðstöðu kirkjunnar úti í löndum. Vér höfum séð þar, hvernig kirkjunni hefir verið með öllu vísað úr landi hjá „kristinni þjóð“, sem að tölu einstaklinganna nær 100 miljónum. Og vér sjáum um þessar mundir, hvernig af rikisvaldinu er sorfið að kirkju einnar hinnar viðurkendustu menningarþjóðar álfu vorrar, þar sem er hin þýzka kirkja. Þar er af alefli unnið að því að gera hina þýzku kirkju að einum hluta hinnar „nationa!istisku“ ríkisbyggingar Hitlers, svo að reynt er að gera hina miklu trúarsetningu þeirrar byggingar: Til er aðeins einn Guð og hann þýzkur, og Hitler spámaður hans“ — að trúarsetningu hinnar þýzku kirkju. Og svo er víða um heim farið niðrandi orðum um kirkjuna og reynt að koma óorði á hana ekki aðeins meðal andstæðinga, heldur og meðal þeirra, sem telja sig henni fylgjandi. Menn tala fullum fetum um syndir kirkjunnar og yfir- sjónir og kenna henni um margt það, er miður þykir fara í félagslifi manna og í sambúð þjóðanna. Menn tala um „gjald- þrot“ kirkjunnar og getuleysi til að ráða fram úr vandamál- um vorra tíma af ýmsu tæi. Er þetta því óskiljanlegra tal í munni þeirra, sem hyggjast bera framtíðarhag kirkj- unnar fyrir brjósti, sem þeir með því að klifa á þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.