Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 14
252
Bjarni Jónsson:
Kirkjuritið.
in, og geymi ég ávalt nöfn þeirra í þakklátum liuga.
I júní 189(5 lauk ég inntökuprófi, en nokkurum vikum
áður var ég fermdur liér i kirkjunni af séra Jólianni
Þorkelssyni dómkirkjupresti.
Áður en ég byrjaði nám í Latínuskólanum var ég á
sumrin við smalamensku og' heyvinnu í sveil, mörg
sumur á sama hænum, Þúfu í Ölfusi. En eflir fermingu
var ég þingsveinn annaðhvort sumar, en við saltfisk-
vinnu þau sumur, er þing var ekki háð.
14. júlí 1898 var ég sem oftar í saltfiskvinnu með
föður mínum. En þann dag varð liann hráðkvaddur við
vinnu sína. Leit nú út fyrir, að námsbraut mín væri á
enda, því að móðir mín var fátæk ekkja. En samt fór
svo, að ég' liéll áfram námi. Kendi ég börnum daglega,
er ég kom heini úr skólanum og hafði atvinnu á sumr-
in. Mikil lijálp var mér og móður minni veitt með náms-
styrk þeim, er ég varð aðnjótandi í skólanum. Höfðum
við aldrei haft svo mikla peninga i einu milli handa.
Stúdent varð ég 30. júní 1902. A skólaárum mínum
var stofnað hér í hæ Kristilegt félag ungra manna.
Gerðist ég meðlimur þar, og hæði þar og annarsstaðar
varð ég fyrir þeim trúaráhrifum, sem vöktu hjá mér
löngun til guðfræðináms, og sú löngun mætti einnig
góðum skilningi hjá móður minni. Langaði mig til jiess
að lesa guðfræði í Kaupmannahöfn, og' af því að ég var
óvanur þvi að reikna með háum tölum, fanst mér það
mundi vera auðvelt að lifa af Garðstyrknum, sem ís-
lenzkir stúdentar j)á nutu i Kaupmannahöfn.
Sigldi ég þá um haustið til Kaupmannahafnar. Bjó
ég á Garði (Begensen), og eignaðist marga góða vini á
þeim árum. Hefir sú vinátta lialdist til jæssa. Að loknu
fyrsta stúdentsari lauk ég heimspekiprófi og hebresku-
prófi.
Þegar 3 ár voru liðin af námslímanum, sá ég mitt
óvænna, j)ví að Garðstyrkur var aðeins veittur í 4 ár.
Sá ég, að ég mundi komast í hin mestu fjárhagsvand-