Kirkjuritið - 01.07.1937, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Æfiágrip.
253
ræði. Tók ég þá það ráð, að fá leyfi til þess að vera
hér heima eitt ár og fá Garðstyrkinn geymdan. Skyldi
ég þá koma aftur til Hafnar að því ári liðnu og njóta
Garðstyrksins aftur eilt ár, en hafa lokið prófi áður
en árið væri liðið. Var ég' liér í Reykjavík veturinn
1905—0(5. Vann ég fyrir mér með kenslu, bæði í lieima-
húsum og i skólum. Hafði ég kenslu á liendi bæði í
Stýrimannaskólanum og í Kvennaskólanum, og las svo,
er tími vanst til, þær hækur, er ég hafði flutt með mér
lieim.
Hauslið 1906 fór ég aftur lil Kaupmannahafnar. Las
ég undir embæltispróf, sem ég varð að ljúka þá um
vorið. Hefði ég feginn viljað mega vera lengur við nám,
en þess var ekki kostur. Lauk ég embættisprófi í guð-
fræði við háskólann í Kaupmannahöfn i júní 1907, og
voru þá 5 ár liðin frá stúdentsprófi mínu.
A námsárum mínum i Kaupmannahöfn kyntist ég
ýmsum kirkjunnar mönnum, og því láni átti ég að fagna
að fá oft að dvelja á prestssetri á Lálandi; var ég þar
bæði í jóla- og sumarleyfum Iijá ágætum prestshjónum,
kyntist ég þar hinu blómlegasta safnaðarlífi. Á stúd-
entsárum mínum var ég starfandi í K. F. U. M. í Khöfn,
og kom það mér að miklum andlegum notum.
Að loknu prófi vitjaði ég aftur átthaganna. Sótti ég,
er lieim kom, um skólastjórastarf við harna- og ungl-
ingaskólann á ísafirði. Var mér veitt það starf af skóla-
nefnd og bæjarstjórn ísafjarðar. Fluttist ég til Isafjarð-
ar haustið 1907, og gegndi skólastjórastarfi þar i 3 ár.
A þeim árum hélt ég uppi barnaguðsþjónustum á ísa-
firði og alloft prédikaði ég þar í kirkjunni og naut þar
hvatningar og velvildar sóknarprestsins, séra Þorvalds
Jónssonar prófasts. Undi ég vel hag mínum á ísafirði.
Kvntist ég þar ágætu fólki og var þar í góðri vináttu
við samkennara, nemendur og mörg heimili.
Árið 1910 sótti ég um annað preslsembættið við dóm-
kirkjuna í Reykjavík. Var ég kosinn 26. febr. 1910, og