Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 36

Kirkjuritið - 01.07.1937, Side 36
271 Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. og koma niður lieill á hófi tók hann með orðunum: „Ekki skaltu freista drottins Guðs þíns“. En þetta myndi þó liafa verið talið Messíasartákn, er tæki af allan vafa. Jesús líknaði og læknaði, af því að hann kendi í brjósti um þá, sem áttu hágt. Það sýna kraftaverkasögurnar sjálfar l)ezt. Og tilgangur frumkristninnar með því að segja þær var hlátt áfram sá, að lýsa þessu starfi hans. Þetta skiftir mjög miklu máli. Ef kraftaverkasögurnar hefðu átt að sanna Messiasartign Jesú, þá stæði tæpt sögugildi þeirra, en samkvæmt þessari skoðun eru þær vaxnar úr sögulegum jarðvegi. Skoðanir manna á kraftaverkum yfirleitt hafa að sjálfsögðu haft mikil áhrif á dóma þeirra um krafta- verk J-esú. Þeir sem ekki trúa því, að kraftaverk gjörist, lelja auðvitað kraftaverkasögurnar um Jesú annaðhvorl hugarburð frumkristninnar eða þannig til orðnar, að eðlilegir atburðir læfði fengið yfir sig yfirnáttúrlegan ])læ, verið misskildir og' ýktir í frásögunum. (Enda er því ekki að neita, að slikl kunni einhversstaðar að koma fram). En vísindamennirnir eru nú að verða varfærnari og' varfærnari í slíkum fullyrðingum og liógværari. Ný lieimsskoðun rís. Eindin er ekki ódeili, heldur smá- lieimur út af fyrir sig, nokkurs konar sólkerfi, mörkin eru horfin milli efnis og orku. Heimurinn er líkari voldugri liugsun en vél. Ivraftaverk geta átt sér, þegar viss skilyrði eru fvrir liendi. Það hrýtur livorki í bág við vísindi né heimspeki. Ivraftaverk gjörast sannanlega enn í dag. Og hví skvldi Kristur ekki liafa megnað að gjöra gott með undursamlegum mætti sínum og græða alla, sem treystu honum? Þegar þannig er litið á kraftaverk Jesú sem stað- reyndir og kraftaverkasögurnar sem historiskar heim- ildir, þá er það auðsætt, að þær hafa mótast og þróast eftir sömu lögum eins og önnur erfðakenning um Jesú. Þó er sá munur á, að þær eru lengur að ná ákveðinni festu, þar sem ekki er jafnmikil áherzla á þær lögð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.