Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 19

Kirkjuritið - 01.07.1937, Síða 19
KirkjuritiS. Myndunarsaga Samstofna guðspj. 257 flaumur lífs í farveg komnir og mótast að föstum lögum. Og þessi lög þarf að rannsaka. Uppsprettan. Aramaiska var móðurmál Jesú, lærisveina lians og vfirleitt alþýðunnar á Gyðingalandi um lians daga. Að sönnu var hún ekki eina tungan, sem töluð var í landinu. Rómverska setuliðið þar talaði að sjálfsögðu latínu, gríska var mál stjórnarvaldanna, embættismann- anna og mikils hluta verzlunarstéttarinnar, og hebreska rabbíaskólarina var tunga lærðra Gyðinga. Um latínu- kunnáttu hefir vísast alls ekki verið að ræða hjá Jesú. Grísku hefir hann sennilega getað talað, enda var gríslc menning útbreiddusl i Galíleu á Gyðingalandi, og mætti ætla, að hann hafi svarað á þvi máli við réttarlialdið frammi fyrir Pílatusi, og jafnvel mælt á gríska tungu við kanversku konuna, sem Mark. telur hafa verið gríska (Mark. 7, 24—30). Hebresku hefir hann vafalaust kunnað, fyrst og fremst þá hebresku, sem bækur Gamla testamentisins voru ritaðar á og hafði þá um hríð verið dautt mál, og svo einnig skólahebreskuna, sem var af henni runnin. Fyrir því eru sterk rök. Tilvilnanir Jesú í Gamla testamentið sýna víðtæka þekkingu hans og djúpan skilning á þvi. Hann er nefndur meistari, rahbí, og það ekki aðeins af lærisveinum sínum (Mark. 4, 38; 9, 38 o. s. frv.) og alþýðunni (Mark. 9, 17), heldur einn- ig af lærðu mönnunum sjálfum (Mark. 12, 32). Hann prédikaði í samkunduhúsunum, en til þess munu lítt liafa valist ólærðir menn. Sagan um hann tólf ára í musterinu mun hregða réttu ljósi yfir mætur hans og rannsókn á ritningunni þroskaár lians. Það gat vel sam- rýmst uppeldi hans við þröng kjör og smíðar. Yel má vera, að Jesús hafi talað skólahehresku við lærða and- stæðinga sína, og einhverjar af deiluræðum, sem varð- veizt hafa, hafi verið fluttar á því máli. Það er enda 17

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.