Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 3

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 3
Kirkjuritið. Dr. BJÖRN B. JÓNSSON. Við hittumst í Vesturlieimi fyrir aldarfjórðungi. Ég var ungur þá og skildi liann ekki. Við stóðum á önd- verðum meiði. En greinar lians síðár í „Sameiningunni“ sýndu mér, að hann var meiri maður og vitrari, víðsýnni og frjálslynd- ari en ég liafði liugsað liann. Hann kom liingað til lands fvrir 5 árum, og við sát- um kirkjulega fundi og ferðuðumst dálítið saman. Á milli funda ræddum við um það, hvernig andlegu sam- handi mætti verða komið á milli Islendinga austan hafs og vestan. Það var eitthvert heitasta áhugamál lians. Þótt hann væri eklci nema 6 ára gamall, er liann fór af íslandi, unni hann því mjög, og ekki minna en þeir, er hér liafa alið allan aldur sinn. Það sá ég hezt, þegar við komum á merka sögustaði. Honum virtust þeir heilagir, hann hafði þráð þá, og nú var stundin komin, að liann stigi á þá. Einkum er mér það minnisstætt, hvérnig hann lieilsaði Lögbergi. Hann liraðaði sér þang- að upp fagnandi eins og til fundar við ástvin, tók ofan og drúpti liöfði við hljóða bænagerð. Þvi næst lýsti hann blessun Guðs yfir landinu og þjóðinni af þessum stað. Hann talaði hreint og fagurt íslenzkt mál. Það var minjagripurinn hezti frá Islandi, er hann hafði varð- veitt alla þessa áratugi, unz hann fann það aftur. Gilti einu, livort hann talaði málið eða reit, það var jafn þrótt- mikið og tignarlegt hvort heldur var og féll vel að efn- inu. Komu oft fram hjá honum glæsileg og skáldleg til- þrif, enda er enginn vafi á því, að liann var skáld að eðlisfari, svo sem hann átti kyn til, hróðursonur Krist-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.