Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 9
Kirkjuritið.
Séra Helgi Árnason.
267
er lýjandi starf, og því ekki ósanngjarnt að sá, sem hefir
leyst það af hendi, fái að njóta rólegrar elli. — En að
vísu fór það svo hér, eins og oft vill fara lijá iðjumönn-
um, að starfið virðist vera nokkurskonar heilsugjafi.
Séra Helgi kunni þvi illa, að hafa lítið fyrir stafni, og
ekki ólíklegt, að hóglífið hafi frekar stutt að því, að hann
hrörnaði furðu fljótt eftir að hann lét af störfum. Fyrstu
árin vann hann lítilsháttar að kenslustörfum, sem hann
hafði altaf mesta yndi af, og sérstaklega féll honum vel,
er hann nokkurum sinnum fékk að veita piltum tilsögn
í latínu, en liann var latínumaður góður, og liafði sér-
slaklega gaman af því að rifja hana upp.
Séra Helgi Arnason var tvíkvæntur, og. voru báðar
konur hans dætur Torfa Thorgrímsens verzlunarstjóra
í Ólafsvík. Fyrri konan dó hamlaus eftir stutta samveru,
en síðari konan lifir mann sinn, og er nú 80 ára gömul.
Þau eignuðust 3 syni og dóu tveir þeirra ungir. — Sá,
er þetla ritar, þekti ekki fyrri konu hans, en síðari konan,
frú María Torfadóttir, er með allra ágætustu konum.
Sigurður Guðmuudsson.
VEITING PRESTAKALLA.
Kirkjubæjarklaustursþrestakall í Vestur-Skaftafellsprófasts-
<læmi hefir nú verið veitt séra Gísla Brynjólfssyni og Árnes-
prestakall í Strandaprófastsdæmi séra Þorsteini Björnssyni.
GUÐMUNDUR HELGASON
guðfræðikandídat hefir verið settur prestur í Staðastaðarpresta-
kalli í Snæfellsnesprófastsdæmi. Hann var vígður í Dómkirkj-
unni af biskupi landsins 17. ]). m.
NÝR SKÓLASTJÓRI Á EIÐUM.
Þórarinn Þórarinsson, guðfræðikandidat var í f. m. skipaður
skólastjóri á Eiðum. Hann hefir áður verið kennari þar í 9 ár
samfleytt. Þórarinn er áhugamaður um hverskonar menningu,
andlega og líkamlega og lætur sér ant um hag kristni og kirkju.
Má mikils góðs af honum vænta í þessari stöðu.