Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.07.1938, Qupperneq 33
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 291 Aðeins vil ég láta í ljósi ánægju mína yfir því, að einn af væntanlegum leiðtogum kennarastéttarinnar, sem er doktor í uppeldisfræði, heldur þvi eindregið fram, sem kirkjunnar menn hafa lengi fram haldið, að kensla í kristnum fræðum sé alstaðar þar sem því verður við komið falin þar til kjörnum sérkennurum, enda fái þeir sérstakan undirbúning til starfsins. Tillögur okkar eru meir miðaðar við það, sem ætla má fram- kvæmanlegt, en að ris væri hátt. Þær miða meir að þvi, að örva og endurvekja það starf, sem heimilum ög kirkju hefir vel gefist, en að brjóta upp á nýjungum. Við höfum talið meiru skifta heil- brigðan vöxt hinna fornu linda, en nýtt og hátt gos, sem þá dytti jafnharðan niður i sömu holuna, svo sem oft er um rismestu fund- arsamþyktirnar. Fieira er það þó, sem ég teldi ástæðu til að ræða, en það, sem í þessum tillögum felst, þar á meðal: Kirkjan og íþróttamálin. Kirkjan má þess minnast, að Páll nefnir mannslíkamann musteri. Og honum var ekki sama um, hvernig búið væri að þessu musteri Guðs. Það var ekki tilviljun, að þegar fenginn var liingað þjálfari frá Bretlandi, þá var maðurinn ungur guðfræðingur, sem las gríska Nýja testamentið sitt milli æfinga. Brezk kirkjufélög vilja ala upp hraustar sálir í hraustum líkömum. Svíar hafa að minsta kosti einn sérstakan íþróttaprest. En úr Nor'egi minnist ég íþróttamanns, sem ég sá i kirkju sinni og ganga þar til altaris á sportskyrtunni, áður en hann hljóp út í leikinn. K. F. U. M. hefir verið styrkur þátttakandi i íþróttum með öllum þjóðum og svo er og hér hjá oss. Sjónarmiðið „hraust sál í hraustum líkama“ var ríkjandi á pi'estaskólunum á Hólum og í Skálholti, og enn var kirkjan fulltrúi íþróttanna á þjóðhátíð vorri 1874, enda urðu guðfræðingarnir, sem þar glímdu fyrir konunginn, kristin karlmenni sem prestar. Ég held, að ungir guðfræðingar ættu að iðka íþróttir með lestri gríska testamentisins, eins og Bretar, því að vér þurfum þjálfuð kristin karlmenni fyrir leiðtoga æskunnar. Enda fá menn svo bezt stutt hinar frjóu lífsnautnir til aleflingar andans og þarfra athafna, gegn nautn dauðans, drykkjuskapnum Sá, sem tilbiður Guð, á ekki að vanrækja musteri hans. Það á ekki síður við um það musterið, sem Páll á við, er hann segir: „Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda í yður, sem þér hafið frá Guði.. Vegsamið því Guð í líkama yðar!“ l.Kor. 6 íþróttamálin eru því þess verð. að kirkjau gefi þeim gaum. Betur mun þó henta, að skjóta þessu máli til sérstakrar undir- búningsnefndar, en að bera nú þegar fram um það sérstaka tillögu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.