Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 48

Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 48
304 Hinn almenni kirkjnfundur. Júli. hverri á hverjum vetri, eða tiltekin tímabil, eftir þvi, sem aðr- ar annir þeirra leyfa.“ Eru tillögur þessar mjög virðingar- og athyglisverðar. Sýna þær m. a. mikinn áhuga og skarpan skilning á þeirri ótvíræðu þjóðarnauðsyn, að leitað sé eftir nýjum verkefnum fyrir ])resta landsins, og þó einkum sveitaprestana, til að bæta nokkuð úr þeirri deyfð og sinnuleysi, sem nú hvílir sumstaðar yfir krist- indóms- og kirkjumálum þjóðarinnar. Fyrir mitt leyti get ég því gefið þessum tillögúm séra Hall- dórs Jónssonar mín beztu meðmæli. En til viðbótar tillögum þess mæta manns, séra Halldórs á Reynivöllum, vildi ég mega leggja það til við þá presta, sem þegar eru ekki starfandi með- limir í æskufélögunum, að bjóða þeim liðsinni sitt, hver í sínu umdæmi, í starfrækslu þess góða og þjóðholla félagsskapar. Mætti að sjálfsögðu mikið gott og gagnlegt af því leiða, — því að þótt markmið æskulýðsfélagsskaparins sé að vinna íslandi alt, þá skortir oft nógu sterkan samliug æskulýðsfélaganna fyr- ir áhugamálum sínum og nýrri endurreisn í þjóðlífi voru, með- fram vegna þekkingar- og skilningsleysis hinna ungu meðlima félagsskaparins. Það væri Jíví ósegjanlegur ávinningur æsku- lýðsfélagsskapnum í landinu, að geta fengið ósérplægna aðstoð prestanna, sem með þekkingu sinni, viljafestu og góðhug myndu leiða ungmennin fram á leið, til göfugs starfs og framkomu allr- ar, bæði innan og utan æskulýðsfélaganna. Þar myndu prestarn- ir fá sérstakt tækifæri til að láta ljós sitt skína, og þar gætu þeir, jafnvel betur en viða annarsstaðar unnið að sinum hugðar- málum. Jafnvel þar mættu þeir koma á þeirri venju, að flytja einskonar guðsþjónustur, til dæmis á undan eða í byrjun al- mennra skemtifunda félaganna. Ég vil taka það fram í þessu sambandi, að stórlega gleður það mig, að núverandi sambands- stjóri æskulýðsfélaganna skuli vera ungur og áhugasamur starf- andi prestur. Vænti ég mikils góðs af því fyrir æskulýðsfélögin yfirleitt. Ef nú að jafn náin samstarfs- og vináttusambönd gætu tekist i milli hinnar uppvaxandi kynslóðar og prestanna, sem hér er gert ráð fyrir, trúi ég ekki öðru en að mikil blessun mætti af því hljótast fyrir trúar- og kristindómslíf landsmanna. Þegar erindum þessum var lokið, þakkaði fundarstjóri frum- mælendum, og tóku fundarmenn undir það með því að rísa úr sætum sínum.—Þessum fyrsta liluta kirkjufundarins var útvarpað. Umræður urðu miklar um kristindóminn og æskuna og tóku þessir til máls: Séra Sigurður Z. Gíslason, Stefán Hannesson kenn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.