Kirkjuritið - 01.07.1938, Síða 52
308
Hinn almenni kirkjufundur.
Júlí.
Pramtíðarstarf
kirkjuráðsins.
við kirkju landsins og skorar á kirkjuráð að láta undirbúa lög-
gjöf, er tryggi kirkjunni svo mikið sjálfstæði, að svipað geti
ekki endurtekist". (Samþ. með 78 atkv. gegn 1).
„Kirkjufundurinn leyfir sér að skora á séra Sigurð Einarsson,
að taka aftur opinberlega allar guðleysis- og siðleysisfullyrðing-
ar i ýmsum eldri og yngri ritgerðum sínum, eða að segja af sér
dócentsembættinu að öðrum kosti“. (Samþ. með 47 atkv. gegn 12.
í „dócentsmálinu" töluðu auk fyrgreindra: Séra Eiríkur Al-
bertsson, Gísli Sveinsson, Knud Ziemsen, séra Sigurður Pálsson,
séra Sigurður Z. Gíslason, séra Páll Sigurðsson, frú Jórunn Guð-
mundsdóttir, Valdimar V. Snævarr, Stefán Hannesson, Ásmund-
ur Gestsson og Þorvaldur Kjartansson.
Frummælandi þessa máls var séra Jón Þor-
varðsson prófastur. Lýsti liann í fáfn orð-
um störfum kirkjuráðs hinnar íslenzku þjóð-
kirkju, þakkaði framkvæmdir þess, og taldi illa farið, að það
hefði ekki meira fé til umráða en nú ætti sér stað. í þessu
sambandi skýrði hann ítarlega frá Svenska kyrkans diakoni-
styrelse og kvað margt af þessari stofnun að læra, með tilliti til
framtíðarstarfs kirkjuráðsins. M. a. benti ræðumaður á, að
kirkjuráðið þyrfti að hafa fastan starfsmann, er styddi ýmis-
konar frjálsa kirkjulega starfsemi. Þá tók séra Þorsteinn Briem
til máls og gerði fyllri grein fyrir störfum kirkjuráðs á liðnum
árum, og eins fyrir því, hvað fyrir þeim mönnum hefði vakað,
er unnu að stofnun þess.
Fundurinn samþykti með samhljóða atkvæðum að vísa mál-
inu tit kirkjuráðsins lil athugunar.
Svo mörg mál bárust kirkjufundinum, að nauð-
syn bar til að kjósa málefnanefnd, er tæki við
tillögum fundarmanna, samrænuli þær og kæmi þeim fyrir á dag-
skrám. — Kosningu hlutu í nefndina:
Séra Árni Sigurðsson, Ásmundur Gestsson, séra Erlendur
Þórðarson, séra Friðrik J. Rafnar, séra Gísli Brynjólfsson, Guð-
Ijrandur Jónsson, Jónas Tómasson, Jórunn Guðmundsdóttir, Sig-
urbjörn Á. Gíslason, séra Sigurður Z. Gíslason, séra Þorgrímur
Sigurðsson.
Um sum þeirra mála, er hér verður skýrt fra,
hafði málefnanefnd fjallað, en önnur eigi, en til
gleggra yfirlits er þeim skipað hér í eina heild.
a. Bindindismál. Svohljóðandi tillaga frá séra Sigurði Z. Gisla-
syni var samþykt með öllum greiddum atkvæðum:
„Kirkjufundurinn ályktar að lýsa yfir því, að hann telur
nautn áfengis, tóbaks og ýmsra annara eiturlyfja svo mjög út-
Málefnanefnd.
Önnur mál.