Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 55

Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 55
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 311 ÞRÓTTMIKIÐ TRÚARLÍF. Erindi sérn Siffurffeirs Sigurðssonar. Kæru starfsbræður, fundarmenn og áheyrendur mínir nær og fjær! Þegar ég fór utan síðastliðið haust, hafði mér all-lengi leikið hugur á að kynnast kirkju- og trúarlífi á Engtandi. Margt hafði ég heyrt sagt fallegt og merkilegt um trúarlífið og kirkjulífið ])ar í landi, og betur faltið ]mð, sem enskir höfundar rituðu um þau efni en flestir aðrir. Þessvegna var för minni fyrst og fremst heitið til Englands. Og nú er meðnefndarmenn mínir í undirbúningsnefnd hinna alm. kirkjufunda fóru þess á leit við mig eftir heimkomuna, að ég segði hér frá einhverju því, sem fyrir augu min og eyru bar í þessari för minni, er mér auðvitað ánægjuefni, að verða við þeim tilmælum. Ég veit a'ð þér skiljið það öll, að ítarlegt mál getur þetta naumast orðið á jafn skömmum tíma og að ég verð að fara fljótt yfir sögu. Fyrstu dagana, sem ég dvaldi i Lundúnum og gekk þar um götur borgarinnar, vakti það athygli mína, er ég staðnæmdist fyrir utan bókabúðirnar, hve mjög bar þar á bókum um gúð- fræðileg og kirkjuleg efni. Bókmentir þjóðanna segja að sjálf- sögðu mikið til um það, hvernig þær hugsa og hver andleg viðfangsefni þeim eru kærust. Ég skildi þetta betur síðar, er ég komst að raun um, hve trúhneigð enska þjóðin er og hve trú- málin eru henni mikil alvörumál. Siðar var mér líka sagt, að fyrir jólin í vetur hefðu 2 bækur Irúarlegs efnis setst allra bóka bezt í Lundúnum. Ég hugsaði í því sambandi heim og ekki dyíst mér, að í okkar landi er þess mikil þörf, að meira sé ritað um trúmál, og að þjóðin lesi meira af bókum, sem ræða eilífðarmál- in. Um það ættum vér kirkjunnar menn að bindast samtökum, að rita meira um áhugamál vor, og jafnframt að vanda til alls þess, sem vér látum frá oss fara á þessu sviði. Þær bækur, sem mér fanst vekja hvað mesta athygli í vetur í Englandi, voru tvær bækur, er út komu þar í nóvember síðastliðið haust. Hin fyrri beitir „Becall to Religion“. Hún er rituð af ýmsum ágætustu mönn- um ensku kirkjunnar og báðir erkibiskuparnir — af Kantaraborg °g Jork — rita formála að bókinni. En hin heitir „The War against Ood“, rituð af tveimur ágætum mönnum. Báðar eru þessar bækur i'itaðar af eldheitum áhuga og trúarlegri alvöru. Efni þessara bóka bvorra fyrir sig væru meira en nóg fyrirlestrarefni. Þær voru geysilega mikið lésnar og um efni þeirra rætt í öllum helztu blöðum Lundúna. Síðar í vetur kom út bók, sem vakti mjög mikla athygli, ekki aðeins í Englandi, heldur um flest lönd Evrópu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.