Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 61

Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 61
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 317 heimila hafa guðræknisstundir heima, daglega. Lady Bates — kona Bates forstjóra hins heimsfræga félags, Cunnard and White Star linunnar — sem hefir ýms stærstu skip veraldarinnar, svo seni „Queen Mary“ o. fl. — talaði á þessum fundi og vakti ræða hennar mikla athygli. Hún lýsti því yfir sem hinni mestu blessun í lífi sínu, að hún og maður hennar og heimilisfólk ættu saman sameiginlega guðræknisstund á hverjum morgni, áður en mað- Or hennar færi til starfs sins. En sá fundur, sem mér er hvað minni'sstæðastur, er kristilegur stúdentafundur í Oxford. Var það undirbúningsfundur undir trúboðsguðsþjónustur, er stúdentar úr öllum deildum háskólans stóðu að og þeir efna til árlega í því skyni, að hafa áhrif á þá, er enn hafa ekki viljað sinna kristindómsmálum. Fundurinn var haldinn í aðalsamkomusal háskólans. Hvert sæti var skipað og um 1500 stúdentar, karlar og konur, sóttu fundinn. — Biskupinn í Oxford var forseti fundarins, en fyrstu ræðuna, mjög snjalla ræðu, flutti vara-rektor háskólans. — En það er einmitl ræða hans, sem mér fanst sérlega eftirtektarverð. Hann sagði meðal annars þetta: „Stúdentar. Það sem háskóla vorum ríður mest á er, að hér ríki andi Krists, háskólinn getur ekki gefið stúdent- unum neitt betra fararnesti um lífið en kenningu hans. Biblían er bókin, bókin, sem mest ríður á að lesin sé. Skylt er liverjum stúdent, að gera sitt ítrasta til þess að lesa námsgreinar sínar °g afla sér eins mikillar þekkingar undir lífsstörfin, sem unt er, en ef til þess kemur, að annaðhvort þurfi að vanrækja, sem oliklegt er, þá skal Biblían tekin fram yfir“. Þetta mælir vara- rektor eins merkasta háskóla i veröldinni úr ræðustóli háskól- ans. En i raun og veru er hann aðalrektorinn, þótt Lord Halifax núverandi utnrikisráðherra Breta beri titilinn. Það er aðeins form, því að hann kemur aðeins örsjaldan til háskólans og fylgist ekki með daglegum störfum hans. Annars var mér sagt, að hann mundi ekki hafa verið síður ákveðinn i þessu efni, því að hann er einlægur trúmaður og mikill kirkju og kristindóms vinur. Ég varð alveg gagntekinn að sjá alla þessa stúdenta sitjandi á þessum kristilega fundi i stúdentakápum sinum, hlustandi með svo mikilli eftirtekt og lotningu. Biskupinn lauk fundinum með bvi að biðja um hljóða íhugun. Stúdentarnir lutu allir höfði I 2—3 mínútur. Svo rauf biskupinn þögnina með bænarorðum fyrir starfinu, sem framundan var, en sagði áður: „Að biðja II m meiri kristindóm, hlýðni við vilja Guðs er hinn mesti á- vinningur fyrir háskóla vorn, fyrir England, fyrir alla ver- öldina“. Annars fanst mér það víða koma svo vel frain, einnig utan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.