Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 73

Kirkjuritið - 01.07.1938, Page 73
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 329 Myndasmiðurinn, sem skapað hefir listaverk sitt i huganum, veit, að það er verulegur hluti listaverksins, sem lokið er við með hugsjóninni einni. Þannig er það og um líf okkar mannanna, löngun okkar og þrá; trú okkar og von er verulegur þáttur í því listaverki, sem öllum er ætlað að skapa í einhverri mynd, list- inni þeirri „að lifa“. Framtíð íslenzku þjóðarinnar veltur á engu sem því, hver hugs- unarháttur einstaklinganna er, hvert heinast langanir þeirra og þrár. Ef þær heindust í rétta átt, myndi efnahagur þjóðarinnar hatna, þá yrði ekki varið mörgum miljónum króna árlega fyrir áfengi, tóbak og annað fánýti, jiá yrði heilsufarið l)etra og bræðralagið meira. Og nú spyr ég: Hvað er það annað en hugsun mannsins, sem á að umskapa heiminn? Ekki hin kalda hyggja (logik), heldur alt, sem sál mannsins getur framleitt, í lotningu, tilbeiðslu, kær- leika og trú. Það er þessi máttur, studdur æðri öflum, sem á að leggja að velli Golíat hernaðar og hnefaréttar í heiminum. Það er þessi máttur, sem hvarvetna getur gert kraftaverk, el' einlægnin og einbeitnin er nóg. Við viljum vinna að því sameiginlega í skóla og kirkju að efla Davíðseðli okkar ungu manna, svo að þeir finni hvöt lijá sér, eftir að hafa stælt alia krafta sína, til að ganga á hólm við Filistea hverskonar ómenningar, er leggja vill þrældómsfjötra á þjóðina, og verða þannig ókrýndir konungar hennar. Sá, sem tekur á sig vanvirðu þjóðar sinnar, — fórnar einhverju til að bægja bölinu hurtu — er í raun og veru konungur hennar. Það er vandi að óska og velja. — Það veltur oft mikið á því, hvernig það tekst. Þér munið, hver fyrirheit Salómó Davíðsson fékk hjá drotni, uf þvi að ósk hans var viturleg. Það var vandi hjá veslings einstæðingsstúlkunni, sem æfintýrið Oskin getur um. Hún fékk aðeins eina ósk og framtíð hennar og barnsins, sem hún gekk með, valt á því, hvers hún óskaði. „Hvers óskarðu?" spurði engillinn. „Ég óska þess, að barnið, sem ég geng með, hafi æfinlega yndi af allri áreynslu", svaraði hún. „Veittirðu þetta?“ spurði höfuðengillinn. „Já herra“, svaraði hinn. „En veiztu hvað það þýðir?“ — „Nei, það veizt þú ekki. Það þýð'ir það, að þeir verða meiri en við, höfuðenglarnir." Þá kvað við rödd ofan úr háhvelfingu himnanna, þyngri en niður þúsund vatna, ljúfari en vordraumur lítilla barna:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.