Kirkjuritið - 01.07.1938, Side 76
332
S. Á. G.: Mótifí í Hraungerði.
Júli.
Tvo fyrstu daga mótsins var rigning og kuldi, og frumbýlings-
bragur á ýmsum ytra aSbúnaði, en samt virtust allir vera í liátíða-
skapi, og unga fólki'ð söng lofsöngva engu siður en ég liefi lieyrt
jafnaldra þess syngja á svipuðum fundum í skógarlundum og
stórhýsum erlendis.
Mótið hófst laugardaginn 18. júní kl. (i síðd. með guðsþjónustu,
þar sem séra Friðrik Friðriksson prédikaði; var aðkomufólk þá
um 250, flest úr Reykjavík, nærri 40 úr Hafnarfirði, 14 frá
Akureyri, og smærri hópar frá Akranesi, Húnavatnssýslu og Vest-
mannaeyjum; — um 30 Vestmanneyingar, sem ætluðu að koma,
urðu að sitja heima vegna brims við Stokkseyri.
Á sunnudaginn komu margir að sunnan og úr Flóanum, þrátt
fyrir rigninguna. Við hádegismessu prédikaði séra Guðmundur
frá Mosfelli og 30 fóru til altaris, en kirkjufólkið úti og inni var
nál. 400.
Á mánudaginn kom sólskinið og börnin — um 70 — og mæður
þeirra sumra. Var þá barnaguðsþjónusta haldin úti og inni. Að
þessum börnum meðtöldum niunu hafa sótt mótið yfir 500 manns.
Hver fundardagur hófst með sambæn og söng, en síðan voru
fluttar stuttar ræður eða hugleiðingar og mikið sungið' frá morgni
til kvölds. Um miðaftan á mánudagskvöld gengu 160 til altaris.
Ræðumenn mótsins voru: Séra Friðrik Friðriksson, séra Sig-
urjón Árnason, séra Gunnar Jóliannesson, Bjarni Eyjólfsson, Ást-
ráður Sigursteindórsson stud. theol., séra Bjarni Jónsson vígslu-
biskup, séra Guðmundur Einarsson, Gunnar Sigurjónsson kand.
theol. og ennfremur kristniboðserindi flutt af séra Sigurði Páls-
syni eftir Ólaf Ólafsson kristniboða.
Vafalaust verður mörgum þetta mót minnisstætt og til varan-
legrar blessunar á ýmsan hátt. En það, sem mér þótti allra ánægju-
legast, var, að mestur liluti fastra þátttakenda og altarisgestanna
var ungt fólk, og eins hitt, að sjá barnslegan fögnuð einstaklinga
úr fjarlægum héröðum, sem löngum liafa verið einstæðingar í trú-
arefnum, en hittu nú loks stóran hóp „bræðra og systra“. ■—
Vonandi lifir unga fólkið það, að svipuð mót verði haldin árlega
í öllum landsfjórðungum.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema
ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00
árgangurinn. Gjalddagi 1. apríl — og 1. okt., ef menn kjósa held-
ur að borga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra
P. Ilelgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavík.