Kirkjuritið - 01.10.1938, Page 3

Kirkjuritið - 01.10.1938, Page 3
KirkjuritiíS. NÆSTI ÁFANGINN. ERINDI Á PRESTASTEFNU. Eftir rúma fjóra áratugi er vegferð kristninnar hér á landi orðin 1000 ára löng frá þvi, er kristniboð hófst. Þá áratugi mætti nefna næsta áfangann, og miða við starfsdag þeirra manna, sem nú eru frumvaxta. Hvernig sá áfangi verSur fyrir kristni og kirkju þjóS- arinnar, er oss öllum hulið. En engu að síður er oss skylt að liorfa fram og leitast við að gjöra oss grein fvrir því, livar vér eigum að velja oss veg, og' hvernig vér skulum lialda næsta áfangann. Og þetta er oss því nauðsynlegra sem ljóst er, að þjóðin er að einhverju leyti að vakna lil fyllri meðvitundar um gildi kirkju sinnar og' að frá henni muni stafa lijálparkraftur á hættutímum og erfið- leika. Eru mál liennar þegar rædd meir opinherlega en verið hefir um hríð undanfarið. Að haki liggur hrautin milda, um hraun og hrjóstur, öræfi og eyðisanda, ár og jökulsprungur, en á milli um grænar grundir, glitrandi skóga, sólskinsbrekkur og sælulönd. Sigrar og' ósigrar liafa skiftst á, viðreisn og fall, sókn og undanhald, sæmd og vanheiður. ög öll hefir förin verið „auðug að mótlæti, auðugri að synd, auð- ugust þó af Guðs miskunnar lind“. En framundan blasir við oss viðáttan, ósnortin, svo langt sem augað eygir, unz hlánar við sjónarbaug, fögur, og þó liggja þar ægi- legar hættur í leyni. Hvert skal stefna? Og hvernig eigum vér að liaga förinni? Það þurfum vér að hugleiða saman öll, sem unnum kristni og kirlcju.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.