Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 6
140 Nathan Söderblom: April. um. „Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar, en þér munuð sjá mig, javí að ég lifi og þér munuð lifa“ (Jóh. 14,19). Páskamorguninn. Enginn var viðstaddur upprisumorguninn. Enginn sá atburðinn. Myndirnar af frelsaranum, sem hefst upp frá gröfinni eða stígur út úr henni, eru eingöngu runnar frá imyndunarafli manna. Þær eru að vísu ekki hneykslan- legar eins og heiðinglegar myndir af Guði föður, sem dregnar liafa verið upp af „kristinni list“, svo nefndri. En þær eru í ósamræmi við fagnaðarerindið og alt það, sem Nýja testamentið hefir að segja um undur upprisunnar. Vissan um upprisima studdist við tvent þegar lijá post- ulunum, annað neikvætt, tómu gröfina, hitt jákvætt: Kristur birtist upprisinn. Samkvæmt frásögn Matteusarguðspjalls leituðust Gyð- ingar við að gjöra þá grein fyrir tómu gröfinni, að læri- sveinarnir hefðu borið hurt lík Jesú. „Æðstuprestarnir komu saman ásamtöldungunum,hélduþeir ráðstel'nu,gáfu liermönnunum mikið fé og mæltu: Segið þér: Lærisvein- ar lians komu á næturþeli og stálu honum, meðan vér sváfum“ (28,12—14). Síðan segir, að þessi orðrómur hafi verið borinn út meðal Gyðinga alt til þessa dags, og hann er að finna í Talmud, trúarbók þeirra. En ekki virðast Gyðingar á þeim dögum hafa lagt sérlegan trún- að á það. Kjarninn í öllum ræðum postulanna í Postula- sögunni er sigur frelsarans yfir dauðanum. Þeim ræðum er venjulega beint gegn Gyðingum. Andmæli þeirra eru hrakin í þeim. Hefði þessi skýring, að lærisveinarnir hefðu horið líkið burt, náð tökum á fólki, þá hefðu áreiðanlega sézt einhver merki þess i Postulasögunni. Postularnn hefðu þá borið fram rök gegn henni. Annars er það meö öllu óhugsandi, að sömu lærisveinarnir, sem hefðu borið líkið burt, hefðu gengið fram fyrir heiminn eins og hetjui og flutt með sigurafli boðskapinn um það, að hinn kross- festi hefði hirzt þeim. Um slík svik getur ekki verið

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.