Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 20
154
Bjarni Jónsson:
Apríl.
Síðustu orðin á Undan páskaguðspjallinu eru jíessi:
„Pílatus sagði við þá: Hér hafið þér varðmennina, farið,
búið svo tryggilega um sem þér hafið hezt vit á. Og þeir
fóru burt og gengu tryggilega frá gröfinni með því að
innsigla steininn i viðurvist varðmannanna.“ (Matt. 27,
65—66).
Það var búið svo tryggilega um sem þeir höfðu bezl
vit á. Innsigli var sett á steininn og varðmennirnir áttu
að gæta hins dána manns.
Enn í dag horfa margir á innsiglið. „Jesús er dáinn.
Sjáðu innsiglið. Sjáðu varðmennina.“ Höfum vér ekki
oft heyrt þetta? „Þekkingin hefir setl innsigli sitt á stein-
inn. Vísindin liafa sett nafn sitt undir innsiglið.“ En altaf
heyrist játningin: „Jesús er upprisinn“. — Er þá þekk-
ingin samþykk þeirri játningu? Ekki altaf, en oft. Hugs-
um um hina mörgu, sem voru auðugir að þekkingu, hugs-
un um sanna vísindamenn, sem játa: „Þekking vor er
í molum, og vér gleðjumst, er liún eyksl. En aldrei skal
þekking vor fá að svil'ta oss hinni beztu þekkingu, að
þekkja drottin og kraft upprisu hans.“
Þekkingin útrýmir ekki trúnni. Gæti það hugsast, að
liann, sem er sannleikurinn, gæti ekki þolað birtu sannleika
og þekkingar? Sönn þekking eyðir ekki trúnni. Hvað segh’
heilagt orð ? „Vísindamaðurinn segir i hjarta sínu: Eng-
inn Guð.“ Nei. Orðið segir: „Iieimskinginn segir í hjarta
sínu: Enginn Guð.“
En vantrúin vill, hvað sem það kostar, innsigla stein-
inn. Og þess vegna eru varðmenn settir hjá gröfinni. Þeir
eru fulltrúar valdsins, sem segir: „Burt með trúna. Jesús
er dáinn. Gröfin er innsigluð. Steininum er velt fyrir
dyrnar.“
En nú byrjar páskaguðspjallið. Hvernig byrjar það?
Fóru lærisveinarnir út að gröfinni, til þess að fagna hin-
um upprisna? .Tesús hafði sjálfur sagt, að hann mundi
rísa upp frá dauðum. Engillinn bendir á þetta, er hann
segir: „Hann er upprisinn, eins og hann sagði.“ Fóru læn-