Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 28
162
Gunnar Árnason:
April.
Því Þorvaldur úr Vatnsfirði hélt með her um nótt
og heima Rafn með eldi og vopnum fékk hann sótt,
unz lífi hans hann náði, þá vel þótti honum veitt,
og vinarfórnin Ámunda kom fyrir ekki neitt.
Ei varð af eftirmáli um Ámunda Iíf,
því aðili sakar var reifabarn og víf;
af vígi Rafns barst fregnin um allar álfur lands,
en enginn sinti morði hins fátæka manns.
En mörgum árum síðar hinn grimmi goðinn laut,
þá gengi.n var hin svikofna, dreyrastokna braut;
á eldhúsgólfi flatur hann banastundar beið,
en brunareykjarsvæla í þrútnum augum sveið.
Er horfin var öll Iífsvon, hann heyrði ungbarns raust,
er hjúfraði svo dauðsárt, en þó svo vægðarlaust
sér þrengdi gegnum sál hans með þrumuhljóðin sterk,
og það var eftirmálið um hróplegt níðingsverk.
# *
Afstaðan til þeirra,
sem fyrir utan eru.
Eigi verður lokað augunum fyrir því, að á síðustu
tímum virðist þeim fara æ fjölgandi, sem eru yfirlýstir
andstæðingar kristni og kirkju. Og ekki munu þeir hlíf'
ast við að beita öllum brögðum til að kveða niður krist-
indóminn.
Ýmsir undrast, live lítið ber á vörnum af kirkjunnai
hálfu. En margt ber til þess, m. a. að hin opinberu mál-
gögn eru fúsari til að flytja flest annað en trúvarnir-
Þó er víst, að slíkar varnir hljóla að koma fram og þa
einkum á þann hátt, að allur almenningur sé sem bezt
fræddur um kristindóminn.
En hér skal að því einu vikið, að sumpart stafar þögn
vor kirkjunnar manna og hið svokallaða tómlæti af þvl>