Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 38
172
Islenzkar bækur.
Apríl.
ómögulegt að komast af án hjálpar annara. En drenglund lians
segir honum það þá jafnframt, að hann standi í skuld, ekki að-
eins við einn eða tvo, og hafi ekki einungis skyldur gagnvart ein-
iiin eða tveimur, heldur hafi hann skyldur gagnvart „manneskj-
unni, þessu stóra, sameiginlega andliti, sem horfir á mann eins
og máttarvald, eins og æðra vald, þegar maður er ekki lengur
sjálfum sér nógur". „Og liann heygði sig og fór að vinna, íhug-
ull á svip og í augum og með hóglæti í öllum sínum hreyfingum,
finnandi sig fyrir augliti hinnar voldugu, yfirskyggjandi ásjónu,
sem hann hafði á tilfinningunni að mundi fylgja sér til daganna
enda með sínum altsjáandi sjónum og hinni liljóðu rödd, sem
spurði:'
„Hvert er þitt starf? Hverju getur þú skilað?“ (bls. 289—294).
Þannig vex Sturla gegn um þrautir og þáningar til þess að
verða líkamlegl og andlegt karlmenni. En til þess þarf deiglu
hinnar andlegu þjáningar, að bræða kuldann ok klakann úr sál
hans og kenna honum að skilja, að til er ásjóna, sem er æðri
einstaklingnum og þeim ber að lúta og þjóna. Og þeir finna
ekki fyr gleði sína en þeir komast til viðurkenningar á þessu.
Hagalín kallar þetta að vísu ásjónu mannkynsins, eða eitthvað
því um líkt, af því að liann kemur sér ekki að því að nefna það
sínu rétta nafni. En það skiftir minstu máli með nafngiftina.
Venjulegast er hin altsjáandi ásjóna nefnd Guð.
Saga Hagalíns er reyndar hygð á grundvelli kristinnar lífskoð-
unar. Það eru örðugleikarnir, sem stæla kraftana í manninum,
og þjáning krossins, sem fyrst kveikir í honum hina lifandi sál,
tillfinninguna fyrir samfélaginu. Sturla i Vogum er saga um
iðrun og endurfæðingu, þroskasaga mannlegrar sálar í eldskírn
reynslunnar.
Nú víkur sögunni að Bjarti í Sumarhúsum, hliðstæðri per-
sónu í „Sjálfstæðu fólki“ eftir Laxdal. Hann er tilfinningalaus
hrotti, sem drepur allar skepnur sínar úr hor og langmestan
hluta fjölskyldunnar úr harðrétti, af nízku og miskunnarleysi.
Þegar fyrri konan deyr fyrir harðneskju hans og liirðuleysi,
sparkar hann bölvandi í líkama hennar, þegar hann kemur að
henni liggjandi i hlóði sínu að dauðastríðinu loknu. Er hann
fer til þess að biðja prestinn að jarðsyngja hana, gleymir hann
nærri erindinu, af jiví að hann lendir í hrókaræðum um hrúta.
Hvað er það líka umtalsvert, þó að „konuskjátur gangi fyrii'
ætternisstapa“. Og sama er að segja, þegar Bjartur gengur fram
á hræ sonar síns úti á heiði. Þá veitir hann því ekki meiri
umhirðu en að henda í það skítugum vetlingi, tekur síðan
hraustlega í nefið og hleypur síðan „hamingjusamur" á eftir