Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 36
íslenzkar bækur sendar til umsagnar. April. Lindin. Útgefandi Prestafélag Vestfjarða. ísafjörður 1938. Lindin, tíinarit þeirra Vestfjarðaprestanna, er nú tekið að koma út aftur, eftir nokkurra ára hvíld. Hún er fjölbreytt seni fyr, og eiga flestir prestanna í henni greinar eða 1 jóð, þar á meðal þeir ritstjórarnir, Sigurgeir Sigurðsson hiskup, séra Einar Sturlaugsson og séra Eiríkur J. Eiriksson. Eftir ýmsa leikmenn eru þar einnig góðar greinar. Lengsta ritgerðin og ein hin tilþrifamesta er um séra Matthias Jochumsson sem trúarskáld, eftir séra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði. Fremst í ritinu er mynd af séra Sigtryggi Guðlaugs- syni prófasti, sem er fyrsti heiðursfélagi í Prestafélagi Vest- fjarða, og eftir hann er falleg hugleiðing um guðsþjónustuna i kirkjum vorum. Það er ekkert efamál, að mörg heimili á .Vestfjörðum og víð- ar munu fagna Lindinni vel. Siffiirður Helgcison: Og árin líða. ísafoldarprentsmiðja 1938. Sigurði Helgasyní fer óðum fram í skáldsagnagerð sinni, en hana hefir hann iðkað frá bernsku. Hann er vandlátur við sjálfan sig og vandvirkur í bezta lagi. Hefir hann náð þeim tökum á stil og máli, að sumar lýsingar hans eru prýðis- góðar og svo lifandi, að lesandinn sér atburðina skýrt. Þarf nú enginn framar að vera í vafa um skáldgáfu Sigurðar né það, að mikijs megi vænta af lionum. í bók hans eru þrjár sögur, allar vel skrifaðar. Heldur tel ég þó.ókost, að í þeim öllum er vikið að samskonar ógeðsefni. Fyrir höf. vakir eflaust, að það skuli lil varnaðar. En nóg var að reisa hræðuna á einum stað. Á. G. Guðmuiulur Gíslason Hagalin: Sturla í Vogum I—II. Skáldsaga. Akureyri. Þorsteinn M. Jónsson. 1938. Sturla í Vogum er nýr Bjartur í Sumarhúsum, en er þó um leið manneskja, sem lifað gæti á bygðu bóli. Alinn upp í hrilca- faðmi íslenzkrar náttúru við hart og miskunnarlaust atlæti, verð- ur haiín að vísu stálharður i lund og tortryggur gagnvart öðrum mönnum. Hann verður kaldranalegur í framgöngu, fáskiftinn og dulur, hrikalegur eins og drangur, sem holskeflur óminnilegra tíða hafa sorfið. En þrátt fyrir það verður hann hvorki ódreng- ur eða níðingur. Undir harðneskju skelinni slær viðkvæmt og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.