Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 19
Kii\k,juritið. r Eg trúi á upprisinn frelsara. (Páskaprédikun eftir séra Bjarna Jónsson, vígslubiskup). En eftir hvíldardaginn, þegar lýsti af fyrsta degi vik- nnnar, kom María Magdalena og María hin, til að líta ettir gröfinni. Og sjú, mikill landskjálfti varð, því að engill drottins steig niður af himni og kom og velti Meininum frá og settist ofan á hann. En útlit hans var sern leiftur og klæði hans hvít sem snjór. En varðmenn- 'riur skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn tók til máls og sagði við konurnar: Verið ekki liræddar! Því að ég veit, að þér leitið að Jesú hin- 11171 krossfesta. Hann er eigi hér, því að hann er upp- risinn, eins og hann sagði. Komið, sjáið staðinn, þar sem drottinn lá. Og farið nú i skyndi og segið lærisvein- nm hans: .Hann er upprisinn frá dauðum; og sjá, hann /er á undan yður iil Galileu; þar munuð þér sjá hann. ^já, eg hefi sagt yður það. Og þær skunduðu burt frá yröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans tíðindin. Matt. 28, 1, -8. Kristur er upprisinn. Já, hann er sannarlega upprisinn. Þetta er máttugt orð. Sælir eru þeir, sem heyra þetta orð °g varðveita það. Ég hefi einhversstaðar lesið: „Það er gott vera prestur á páskunum“. Notum þá vel þessi réttindi, sem oss eru gefin, og segjum mönnum frá hinum mesta S1gri. Það ætti sannarlega að vera hátíðargleði í hjörtum hrestanna. Hvað fær jafnast á við þenna boðskap? Hvað ‘ettuni vér að prédika, ef vér ættum ekki trúna á hinn llPprisna frelsara? Ætti það að geta nægt mönnunum, að erureyndmn að halda minningarræður um dáinn mann? vílíkur munur að ganga með sorg i hjarta út af gröf- |nm °S leita að Jesú, sem var dáinn, eða að hlaupa til ærisveinanna og flvtja þeim tíðindin um upprisuna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.