Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Trúin á upprisu Krists. 143 deyja, ljúka jarðlífi sínu. Ef jarðlífi Jesús lauk ekki á krossinum, hvernig og hvenær lauk því þá? Sá sem féll i dauðadá lilaut þó einhvern tíma að deyja alveg. Frásag- an um himnaför Jesús getur ekki átt við dauða hans. Afturhvarf Páls á leiðinni til Damaskus varð siðar, en atburðurinn þar er talinn alveg hliðstæður því, er Jesús hirtist konunum og lærisveinum sínum. Það fær ekki samrýmst því, sem við vitum, að Jesús hafi fallið í dauða- dá og haldið jarðlífinu áfram. Hann var slíkur maður, að hann gat ekki dulist. Hvar sem hann var lét hann mjög lil sin taka. Að hugsa sér, að jarðlífi hans liafi lialdið afram eftir að líkami hans var lagður i klettagröf ráð- herrans og steini velt fyrir grafarmunnann, það er að selja stærra, torráðnara og dularfyllra spurningarmerki 1 stað þess, sem áður var. Eftir kenningunni um dauðadá Jesús, liefði hann átt að konia jieirri skoðun inn lijá lærisveinum sínum, að hann *Hi heima í æðri tilveru, enda þótt hann liefði í raun og yeru hlátt áfram vaknað til þessa lífs og gengið úl úr §röfinni. Þetta er gagnstætt öllu því, sem vér vitum um hann i guðspjöllunum, og þar af leiðandi gagnstætt allri salarfræði og öllum raunveruleika. Hversu bugaður sem hann liefði verið, gat hann þó aldrei hætt að vera sami grandvari og sannorði meistarinn. ^ömu erfiðleikum er að nokkuru háð sú upprisutrú, er hyggur, að sami líkaminn, sem lagður var í gröfina, liafi skilið við hann á þriðja degi og Iialdið áfram jarðneskri hlveru, unz þessi líkami, sem legið hafði þrjú dægur í grófinni, sveif upp til himins. Að sönnu getur svo efnis- hundin skoðun virzt eiga nokkurn stað í frásögn Lúkasar Um stykki af steiktum fiski, cr Jesús neytti upprisinn frammj fyrir lærisveinum sínum (Lúk. 24,42—43). En hún striðir gegn grundvallareðli frásagnanna i lieild sinni, °g Páll herst á móti lienni af sannfæringarþrótti. Fyrir * áli var Kristur frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru (1. or' 15,20). Allir aðrir áttu einnig að verða lífgaðir fyrir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.