Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1939, Blaðsíða 24
158 B. J.: Ég trúi á upprisinn frelsara Apríl. upprisu Jesú vitnaði hann um Jesúm frammi fyrir and- stæðingum, talaði um hinn upprisna drottin með gleði og djörfung. Þessi boðskapur, þessi trú gjörbreytti öllu. Á þessu bygð- ist sigurförin. Hér voru ekki aðeins fagrar minningar um góðan, dáinn mann. Hér voru sannfærðir, trúaðir læri- sveinar, sem fvlgdu hinum upprisna frelsara. Sést það, að vér erum i fylgd með hinum upprisna? Er boðskapurinn nógu skýr? Er trúin trú? Er trúin lífssam- félag við hinn upprisna? Brennur lijartað? Getur jiað verið, að trúin sé enn í gröfinni, að steinin- um sé velt fyrir dyr grafarinnar, þar sem trúin er vafin líkblæjum? Getur það verið, að innsiglið sé ennþá á stein- inum og trúin sé ekki risin upp? Þá er sannarlega mál til komið, að páskaboðskapurinn nái hjartanu. Ég veit, að margir andvarpa: „Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafardyrunum?“ Já, margir sjá að steinninn er mjög stór. Hver ræður við þenna stóra stein? Hver veitir hin- um sorgbitnu huggun og frið? Iiver veitir hinum veiku kraft? Hver getur tekið burt líkklæði efasemdanna og látið trúna risa upp? Hver veltir steininum frá gröfinni? Það gerir drottinn sjálfur. Hann sendir engilkveðju, páskakveðju, upprisuorð til vor allra. Steininum er velt frá og það er kallað á trúna: „Þú átt ekki að liggja í gröf- inni. Vakna þú, sem sefur, ris upp frá dauðum. Kristur mun lýsa þér.“ Hvílík iiáskahátið, er Jesús reis upp frá dauðum. Bless- aður sé sá páskadagur. En ég sé hetur dýrðarljóma þess dags, er trú mín ris upp frá dauðum. Þá fagna ég páskadegi sálar minnar. Blessaður sé sá páskadagur. Ég á þetta því að þakka, að ég trúi á upprisinn frelsara. Vegna trúarinnar á hann horfi ég með lifandi von fram til liins mikla páskadags, er ég, eins og í páskaguð- spjallinu stendur, fæ að sjá hann.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.